Skilmálar Hotels.com Rewards

Síðast uppfært 04.11.2022 

 

 

Hotels.com® Rewards er vildarklúbbur hjá Hotels.com® („Vildarklúbburinn“). Fyrir hverja nótt sem þú bókar og dvelur á gjaldgengum Hotels.com Rewards-gististað safnarðu einum stimpli („Stimpill“). Þegar þú safnar 10 stimplum hjá okkur gefum við þér 1 verðlaunanótt sem þú getur innleyst („Verðlaunanótt“). Þessi verðlaunanótt inniheldur ekki skatta og gjöld, slíkt þarftu að greiða þegar þú innleysir verðlaunanóttina þína.  Bóka þarf á netinu eða í farsímaforritinu okkar. Þú getur aðeins safnað stimplum eða innleyst verðlaunanætur á gjaldgengum Hotels.com Rewards-gististöðum. 

 

Vildarklúbburinn er opinn öllum einstaklingum eldri en 18 ára (eða sem eru á sjálfræðisaldri í þínu landi) sem skrá sig á Hotels.com með gildu netfangi og skrá sig svo í vildarklúbbinn. Fyrirtæki, samtök eða aðrir hópar fá ekki inngöngu í vildarklúbbinn. Starfsmenn Expedia, Inc. geta ekki safnað stimplum eða innleyst verðlaunanætur ef þeir bóka með starfsmannaafslætti. Ef starfsmaður Expedia, Inc. bókar án þess að nýta afsláttinn getur hann safnað stimplum og innleyst Hotels.com Rewards-verðlaunanætur. 
 

 

 AÐILDARÞREP 

 

Í vildarklúbbnum eru þrjú aðildarþrep: 

 

 • Hotels.com Rewards, 
 • Hotels.com Rewards Silver og 
 • Hotels.com Rewards Gold. 

 

Þegar þú gengur í klúbbinn gerist þú Hotels.com Rewards-félagi. Þegar þú safnar 10-29 stimplum á einu aðildarári uppfyllir þú skilyrði Hotels.com Rewards Silver-aðildar. Þegar þú safnar 30 stimplum eða meira á einu aðildarári uppfyllir þú skilyrði Hotels.com Rewards Gold-aðildar. Eitt aðildarár reiknast sem eitt ár frá þeirri dagsetningu sem þú stofnaðir fyrst reikning og nýtt aðildarár hefst árlega á sömu dagsetningu. 

 

Silver og Gold-félagar eru með sérstakt símanúmer sem þeir geta hringt í á öllum tímum sólarhringsins til að bóka eða ræða um bókanir sínar auk þess sem þeir fá fleiri ávinninga á borð við for-aðgang að útsölum og sértilboð.. Þessir ávinningar verða gerðir aðgengilegir innan 2ja vikna frá því að félagar fá aðild að Silver eða Gold, og þeir gilda út það aðildarár og allt næsta aðildarár á eftir. Ef þú safnar ekki nógu mörgum stimplum til að halda Silver eða Gold-aðildinni, þá færum við þig niður um eitt aðildarþrep næsta aðildarár á eftir. 

 

 

STIMPLUM SAFNAР

 

Þú safnar 1 stimpli fyrir hverja nótt sem þú dvelur á gjaldgengum Hotels.com Rewards-gististað. Safnaðu 10 stimplum og við gefum þér 1 verðlaunanótt. Þú þarft að vera skráð/ur inn á Hotels.com reikninginn þinn þegar þú bókar á netinu og í snjalltækjaappinu okkar svo við getum bætt stimplunum sem þú safnar á reikninginn þinn eftir dvölina. Ef þú bókar hjá okkur í gegnum síma þarftu að veita okkur upplýsingar um netfang reikningsins þíns svo að við vitum inn á hvaða reikning skuli leggja stimplana. Einungis félagar í Hotels.com Rewards safna stimplum. Aðrir gestir í sömu bókun gera það ekki, og þú getur ekki safnað stimplum fyrir neinar gististaðarbókanir sem þú gerðir áður en þú gekkst í vildarklúbbinn. 

 

Við bætum þeim stimplum sem þú safnar við reikninginn þinn allt að 72 klukkustundum eftir að þú útritar þig af Hotels.com Rewards-gististaðnum. Ef þú safnar stimplum og við teljum síðar að þú hafir ekki klárað dvöl þína („Ógildur stimpill“), áskiljum við okkur rétt til þess að fjarlægja þessa ógildu stimpla af reikningnum þínum. Þetta gæti gerst ef þú afbókar bókunina þína eða innritar þig ekki á gististaðnum, sem myndi gera stimplana ógilda. Ógildir stimplar telja ekki upp í þá 10 stimpla sem þú þarft til að innleysa verðlaunanótt. Þú gætir þurft að bíða í allt að 35 daga með að innleysa verðlaunanóttina þína ef einhverjum af stimplunum þínum er safnað með valmöguleikanum „greiða síðar/greiða á gististaðnum.“ 

 

Þú getur skoðað reikninginn þinn hvenær sem er til að sjá hve mörgum stimplum þú hefur safnað. Skráðu þig einfaldlega inn á Hotels.com, notaðu snjalltækjaappið okkar eða hringdu í þjónustuverið. Það er á þína ábyrgð að fylgjast með því að reikningurinn þinn sé réttur. Ef þú telur að þú hafir ekki safnað réttum fjölda stimpla munum við kanna málið fyrir þig. Ef einhverjar bókanir eru ógildar eins og nefnt var hér á undan, þá fjarlægjum við þær af reikningnum þínum. 

 

Til viðbótar við ofangreint, þá safnarðu ekki stimplum fyrir eftirfarandi: 

 • Bókanir á vefsvæðum hlutdeildarfélaga Hotels.com 
 • Bókanir gerðar áður en þú gekkst í vildarklúbbinn 
 • Pakkabókanir, t.d. þegar gististaður og flug er bókað saman 
 • Sumar bókanir sem gerðar eru með afsláttarmiða, inneignarmiða eða kóða – þú þarft að skoða skilmálana í hverju tilfelli 
 • Bókanir gerðar í gegnum hópferðaþjónustuna (Group Travel Services) 
 • Bókanir sem kosta þig ekkert, þ.e. eru ókeypis 

 

 

VERÐLAUNANÆTUR INNLEYSTAR 

 

Þegar þú safnar 10 stimplum gefum við þér 1 verðlaunanótt til innlausnar á öllum gjaldgengum Hotels.com Rewards-gististöðum. Þú getur innleyst verðlaunanóttina þína á netinu og með snjalltækjaappinu okkar. 

 

Hámarksverðgildi verðlaunanæturinnar þinnar er byggt á verðgildi stimplanna 10 sem þú safnaðir, svo framarlega sem þeir eru ekki útrunnir. Þetta verðgildi er jafnhátt og meðaldagsverð stimplanna sem þú safnaðir áður, að frátöldum sköttum og gjöldum. Ef þú safnaðir stimpli með félagaverði Hotels.com (skilgreint hér að framan) verður það verð, en ekki hið almenna verð, notað til útreikninga. Þú verður að greiða fyrir skatta, gjöld, máltíðir og allan annan kostnað sem tengist verðlaunanóttinni.  

 

Ef þú notaðir mismunandi gjaldmiðla þegar þú safnaðir stimplunum 10, er verðgildi hvers stimpils almennt reiknað með gjaldmiðlinum sem tengist svæðinu þar sem þú varst staðsett/ur þegar þú gekkst í vildarklúbbinn. 

 

Gisting þegar verðlaunanótt er notuð fellur undir alla viðeigandi bókunarskilmála og skilyrði. Þú safnar ekki stimpli þegar þú innleysir verðlaunanóttina þína. Stimplar hafa ekkert peningalegt verðmæti og þú getur ekki innleyst verðlaunanóttina þína fyrir peninga. 

 

Ef þú innleysir verðlaunanóttina þína fyrir gistingu sem hefur lægra verðgildi en hámarksverðgildi verðlaunanæturinnar þinnar, færðu mismuninn ekki greiddan út í reiðufé, inneign eða neinu öðru. Þú getur innleyst verðlaunanóttina þína fyrir gistingu sem kostar meira en hámarksverðgildi verðlaunanæturinnar – en þá þarftu að greiða mismuninn. 

 

Ef þú átt fleiri en 1 verðlaunanótt til að innleysa getur þú valið fyrir hvaða bókun þú vilt nota hana. Þú getur ekki notað verðlaunanóttina þína með öðrum tilboðum, afsláttarmiðum, inneignarmiðum eða kóðum nema þess sé getið í viðkomandi skilmálum. Þetta þýðir að þegar þú bókar gistingu og innleysir verðlaunanóttina þína, muntu almennt ekki geta fengið viðbótarafslátt af þeirri bókun. 

 

Ef þú innleysir verðlaunanóttina þína fyrir bókun sem er lengri en 1 nótt, notum við verðgildi hennar sjálfkrafa fyrir dýrustu nóttina í þeirri bókun, og þá er miðað við hámarksverðgildi hennar. 

 

Gisting þegar verðlaunanótt er notuð fellur undir alla þá afbókunarskilmála sem Hotels.com Rewards-gististaðurinn setur okkur. Ef þú afbókar verðlaunanótt sem þú hefðir fengið endurgreidda að fullu, hefðir þú greitt fyrir bókun og hætt svo við hana, bakfærum við verðlaunanóttina á reikninginn þinn.  Ef þú afbókar verðlaunanótt sem þú hefðir fengið endurgreidda sem nemur 1-99%, hefðir þú greitt fyrir bókun og hætt svo við hana, bakfærum við verðlaunanóttina ekki á reikninginn þinn.  Ef þú afbókar verðlaunanótt sem þú hefðir annars ekki fengið endurgreidda, hefðir þú greitt fyrir bókun og hætt svo við hana, bakfærum við verðlaunanóttina ekki á reikninginn þinn. 

 

Ef þú vilt breyta dagsetningum bókunar sem inniheldur verðlaunanótt sem þú innleystir, þarftu að afbóka bókunina, bíða eftir að verðlaunanóttinni verði skilað á reikninginn þinn, og endurbóka síðan svo að þú getir notað verðlaunanóttina fyrir næstu bókun. 

 

 

VIP ACCESS-GISTISTAÐIR  

 

Félagar í Hotel.com Rewards Silver og Gold eru gjaldgengir fyrir sérstök fríðindi á völdum VIP Access-gististöðum. Gjaldgengi til fríðindanna byggir á Hotels.com Rewards-þrepi þínu á þeim tíma sem bókun er gerð og fríðindin sem í boði verða eru sýnd á skráningu gististaðarins þegar bókun er gerð. Fríðindi geta verið mismunandi milli gististaða og geta breyst hvenær sem er.Lágmarkslengdar dvalar gæti verið krafist. 

 

Gististaðir sem taka þátt í VIP Access-kerfinu bjóða upp á ávinning sem getur verið mismunandi milli gististaða og eru breytingum háðir hvenær sem er án fyrirvara. Fríðindin eru ætluð fyrir aðalreikningshafann og verður einungis hægt að útvíkka til viðbótarferðamanna sem bókaðir voru gegnum reikning Silver- eða Gold-félagans að vild gististaðarins og háð framboði. 

 

Félögum í Silver og Gold er tryggt ókeypis þráðlaust net á VIP Access-gististöðum. Hér er átt við hefðbundið þráðlaust net. Premium-þráðlaust net gæti verið í boði gegn aukagjaldi. Þetta getur breyst fyrirvaralaust.  

 

Félagar í Gold gætu verið hæfir til að hljóta uppfærslu við innritun á gististað sem tekur þátt í VIP Access, háð framboði. Gjaldgengi til herbergisuppfærslunnar byggir á Hotels.com Rewards-þrepi á þeim tíma sem bókun er gerð. VIP Access-uppfærslur gististaðar eru ætlaðar aðalreikningshafanum og verður einungis hægt að útvíkka þær til viðbótarherbergja sem bókuð voru gegnum reikning Gold-félagans að vild gististaðarins og háð framboði. Herbergisuppfærslur geta innifalið ókeypis uppfærslur í herbergisgerð sem hefur aukið virði eða gæði. Í stað herbergisuppfærslu getur ferðamönnum verið úthlutað herbergi á hæð sem óskað er eftir eða staðsetningu á hæðinni sem óskað er eftir, t.d. fjarri lyftunum eða klakavél. Ekki er hægt að panta færslu á betra herbergi.  

 

Félagar í Gold gætu fengið snemminnritun eða síðbúna brottför á gististöðum sem taka þátt í VIP Access, háð framboði. Gjaldgengi til snemminnritunar og síðbúinnar brottfarar byggir á Hotels.com Rewards-þrepi á þeim tíma sem bókun fer fram. Snemminnritun og síðbúin brottför eru ætlaðar aðalreikningshafanum og verður einungis hægt að útvíkka þær til viðbótarferðamanna sem bókaðir voru gegnum reikning Gold-félagans að vild gististaðarins og háð framboði. 

 

 

BREYTINGAR Á HOTELS.COM REWARDS, GILDISTÍMAR STIMPLA OG RIFTUN VILDARKLÚBBSINS 

 

Stimplarnir þínir renna ekki út að því tilskyldu að þú haldir reikningnum þínum virkum að minnsta kosti einu sinni á hverjum 12 mánuðum. Það felur í sér að þú þarft að safna stimpli eða innleysa verðlaunanótt á því tímabili og þegar þú gerir það er gildistíminn framlengdur í aðra 12 mánuði. Ef þú safnar ekki stimplum eða innleysir verðlaunanætur á 12 mánaða tímabili, renna stimplarnir þínir út og það getur verið að við gerum reikninginn þinn óvirkan. Ef það gerist munu stimplarnir þínir ekki verða endurútgefnir. Skráðu þig inn á reikninginn þinn til að athuga hvenær stimplarnir þínir eiga að renna út. 

 

Við getum breytt skilmálum og skilyrðum okkar fyrir Hotels.com Rewards hvenær sem er, með eða án fyrirvara, þar með talið reglum um söfnun á stimplum, mismunandi aðildarþrep og skilyrðum sem þarf að uppfylla í tengslum við þau og ávinninga tengda þeim, reglum um innlausn verðlaunanætur, listanum yfir gjaldgenga Hotels.com Rewards-gististaði og hámarksverðgildi verðlaunanætur. Við kunnum að senda þér upplýsingar um slíkar breytingar með tölvupósti eða á Hotels.com-vefsvæðinu, og því skaltu gæta þess að skoða reikninginn þinn reglulega. 

 

Það er engin endadagsetning á Hotels.com Rewards og vildarklúbburinn verður starfandi þar til við leggjum hann niður, sem gæti gerst hvenær sem er. Ef við hættum verkefninu muntu hafa 30 daga frá því við tilkynnum um það til að innleysa allar þær verðlaunanætur sem þú átt á reikningnum þínum. Þegar sá frestur er liðinn muntu missa verðlaunanæturnar og færð engar bætur. 

 

Með því að halda áfram að safna stimplum og innleysa verðlaunanætur með Hotels.com Rewards samþykkir þú sérhverjar breytingar á þessum skilmálum og skilyrðum. Þú berð ábyrgð á því að fylgjast með sérhverjum breytingum sem við kunnum að gera. Nýjasta útgáfan verður alltaf tiltæk á vefsvæðinu okkar. 

 

 

ALMENNT UM HOTELS.COM REWARDS 

 

Við áskiljum okkur rétt til þess að segja upp aðild þinni ef þú stundar sviksamlegt athæfi eða notar vildarklúbbinn á einhvern máta sem ekki samrýmist skilmálum og skilyrðum okkar, eða einhverjum alríkis- eða fylkislögum, reglugerðum, samþykktum eða opinberum tilskipunum. Ef við segjum upp aðild þinni getur verið að þú missir stimplana sem þú hefur safnað og ávinning þinn. Við eigum einnig rétt á því að grípa til viðeigandi stjórnsýslulegra og/eða lagalegra aðgerða, þar með talið lögsókna ef nauðsyn krefur. 

 

Á meðan þú ert skráð/ur í Hotels.com Rewards getum við sent þér allar tilkynningar um uppfærslur á reikningnum þínum eða færslur með tölvupósti. Við getum afturkallað stimplana þína hvenær sem er. Þú getur ekki selt eða framselt stimplana þína eða sameinað þá stimplum annars meðlims. Ekki er hægt að framselja stimpla og verðlaunanætur við andlát meðlims, skilnað eða aðra lagagerninga.   

 

Áætlunin er starfrækt án nokkurrar ábyrgðar (hvorki beinnar né óbeinnar) eða óbeinna skilmála af nokkru tagi, svo sem óbeinnar ábyrgðar eða óbeinnar tryggingar á viðunandi gæðum, notagildi í tilteknum tilgangi eða vernd eignarréttar. Við gerum engar ábyrgðir, ábyrgðir eða fullyrðingar af neinu tagi varðandi áætlunina, nema þar sem ekki er hægt að útiloka tiltekna ábyrgð eða ábyrgð samkvæmt gildandi lögum, þar með talið neytendalögum. 

 

Við berum enga ábyrgð á ónákvæmni varðandi öflun, innlausn og notkun frímerkja og/eða verðlaunakvölda, nema og aðeins að því marki sem við höfum beinlínis valdið slíkri ónákvæmni. Við berum enga ábyrgð með tilliti til verðlaunakvölda sem, eftir móttöku, gætu glatast, stolið eða eyðilagt, að öðru leyti en því þar sem slík ábyrgð var af völdum gáleysis eða sviksamlegs athafnar Hotels.com. Birgjar og samstarfsaðilar Hotels.com eru á engan hátt tengdir eða ábyrgir fyrir stjórnun áætlunarinnar. 

 

„Ábyrgðarákvæðið“ í þjónustuskilmálunum á við þessa skilmála og skilyrði Hotels.com Rewards. 

 

Það er skilyrði fyrir aðild að kerfinu að þú samþykkir og veitir okkur heimild til að safna, nota og birta persónuupplýsingarnar sem við höfum safnað í samræmi við persónuverndaryfirlýsinguna og öll viðeigandi lög um persónuvernd og gagnavernd. 

 Teljist einhver hluti þessara skilmála Hotels.com Rewards vera ógildur, ólöglegur eða óframkvæmanlegur mun gildi, lögmæti og framfylgni eftirliggjandi ákvæða hvorki verða fyrir nokkrum áhrifum né skerðast. Verði misbrestur eða töf á því að fylgja eftir nokkru ákvæði þessara skilmála Hotels.com Rewards hvenær sem er mun það samt sem áður ekki hamla rétti okkar til að framfylgja því sama ákvæði eða hvaða ákvæði (ákvæðum) sem er, varðandi þetta, í framtíðinni. 

Þessir skilmálar Hotels.com Rewards (og allir aðrir skilmálar sem vísað er til hér) teljast óskertur samningur milli þín og okkar hvað varðar þessa áætlun og leysir af hólmi öll undangengin samskipti og tilboð og þau sem eiga sér samtímis stað, hvort sem þau eru rafræn, munnleg eða skrifleg, milli þín og okkar hvað varðar þessa áætlun. 

Hotels.com Rewards áætlunin og Hotels.com Rewards skilmálar og skilmálar falla undir lögin sem tilgreind eru í þjónustuskilmálum. 

 

Vildarklúbburinn er ógildur þar sem hann er ekki löglegur. Það að við framfylgjum ekki einhverju ákvæði þessara skilmála og skilyrða Hotels.com Rewards skal ekki jafngilda niðurfellingu á því eða neinu öðru ákvæði. 

 

Okkar ákvörðun í sérhverju vafamáli eða deiluefni varðandi vildarklúbbinn er endanleg. 

  

FÉLAGAVERР

 

Hotels.com félagaverð („Félagaverð“) eru í boði fyrir eftirfarandi viðskiptavini: 

 

 • félaga í Hotels.com Rewards; 
  • Hafir þú innskráð þig á Hotels.com reikning þinn við skoðun vefsvæðisins verður þér sjálfkrafa sýnt félagaverð á sérvöldum gististöðum þar sem borðinn „félagaverðið þitt“ er birtur. 
 • notendum snjalltækjaappsins (eins og það er skilgreint í þessum skilmálum og skilyrðum hér neðar). 
  • Þegar þú notar snjalltækjaappið munu þér sjálfkrafa verða birt félagaverð á sérvöldum gististöðum þar sem borðinn „félagaverðið þitt“ er birtur. Notandi snjalltækjaappsins mun ekki sjá félagaverð þegar hann opnar vefsvæðið á öðrum verkvangi, nema þá að vera innskráður sem félagi Hotels.com Rewards. 

 

Félagaverð eru aðeins í boði á sérvöldum gististöðum og aðeins á sérvöldum dögum. Félagaverð verða aðeins birt þegar þau eru viðeigandi fyrir leitina þína og eru ávallt háð breytingum. Þegar félagaverð er sýnt við hliðina á verði sem hefur verið yfirstrikað (t.d. „15.000 ISK 10.000 ISK“), miðast yfirstrikaða verðið við almenna gjaldskrá gististaðarins á vefnum okkar, sem gististaðurinn sjálfur ákvarðar og gefur út.   Kaflinn „Verð“ í þjónustuskilmálunum gildir einnig um félagaverð.