Fara í aðalefni.

COVID-19 - Mikilvæg skilaboð til viðskiptavina með væntanlegar bókanir

Allur ferðaiðnaðurinn glímir nú við fordæmalausa aukningu þjónustubeiðna frá viðskiptavinum vegna ástandsins sem skapast hefur af völdum kórónaveirunnar (COVID-19).
Vinsamlegast kynntu þér upplýsingarnar hér fyrir neðan.
Hér er það sem þú þarft að vita:
  • Það er frábært að byrjað sé að aflétta takmörkunum á sumum áfangastöðum og að þú getir aftur farið að ferðast. Við vitum að enn er ekki hægt að heimsækja ákveðna staði, en ástandið breytist dag frá degi. Þess vegna fylgjumst við vel með til að hjálpa þér að halda utan um dvölina þína.
  • Nú þegar ástandið er að lagast munum við ekki lengur senda þér tölvupósttilkynningar varðandi COVID-19 ef bókunin þín er fyrir dvöl eftir 1. júlí 2020. Ef þú vilt afbóka eða breyta bókuninni þinni skaltu fara í „Bókanirnar þínar“ og velja „Skoða bókun“.
  • Hvað varðar viðskiptavini sem hafa þegar orðið fyrir því að ferðaáætlanir hafa farið úr skorðum vegna COVID-19 og ferðadagsetningar þeirra eru liðnar, þá viljum við leggja áherslu á að við erum einnig að vinna að úrlausn þessara mála. Við þökkum fyrir þolinmæðina.
  • Hvað varðar viðskiptavini sem bókuðu samkvæmt verði sem var endurgreiðanlegt, þá geta þeir farið á þjónustumiðstöð okkar á netinu til að breyta eða afbóka.
  • Ef þú hefur hug á að bóka gistingu á næstunni mælum við sterklega með að þú veljir verð sem miðast við ókeypis afbókun.
Við þökkum þér fyrir skilninginn. Öryggi viðskiptavina skiptir okkur mestu máli á þessum krefjandi tímum. Við öll hjá Hotels.com metum þig mikils og erum þakklát fyrir viðskipti þín.
Hvernig get ég haft samband við Hotels.com?
Hvernig get ég afbókað?
Þú getur skoðað og stýrt bókunum og afbókað með því að skrá þig inn á reikninginn þinn. Veldu bókunina sem þú vilt breyta eða afbóka og smelltu á „Afbóka herbergi“ eða „Breyta bókun“.
Ef þessar aðgerðir virka ekki af einhverjum ástæðum skaltu vinsamlegast fylla út og senda inn Afbókunarbeiðni þar sem þú tilgreinir staðfestingarnúmer bókunar, netfang og símanúmer sem notuð voru við bókunina. Eftir innsendinguna mun verða unnið úr afbókunarbeiðninni. Þegar því er lokið muntu fá staðfestingartölvupóst.
Ef þú hefur frekari spurningar geturðu einnig hringt í okkur í síma 800 9932.
Hvenær fæ ég endurgreitt?
Vegna COVID-19 eru flestar endurgreiðslur vegna flugs, þar á meðal þegar flugið er hluti af pakkaferð, afgreiddar innan 12 vikna. Sumar endurgreiðslur gætu tekið nokkuð lengri tíma, mismunandi eftir flugfélögum.
Endurgreiðslur fyrir hótel, bílaleigu eða afþreyingu, þar á meðal þegar þessir þættir eru hluti af pakkaferð, eru afgreiddar innan hefðbundins tímaramma okkar, sem er 24 klst. frá afbókunarbeiðninni. Athugaðu að bankinn þinn eða greiðsluþjónusta ákvarðar hvenær fjármunirnir verða aðgengilegir á reikningnum þínum.
Vegna COVID-19 eru flestar endurgreiðslur vegna flugs greiddar innan 12 vikna. Sumar endurgreiðslur gætu tekið lengri tíma, mismunandi háð flugfélagi.
Endurgreiðslur fyrir hótel, bílaleigu eða afþreyingu eru afgreiddar innan hefðbundins tímaramma okkar, sem er 24 klst. frá afbókunarbeiðni. Hafðu í huga að bankinn þinn eða greiðsluþjónusta ákvarðar hvenær fjármunirnir verða síðan aðgengilegir á reikningnum þínum.
Hvenær fæ ég inneignarmiðann minn?
Við munum gefa inneignarmiðann þinn út innan 2 daga.
Hvað verður með Hotels.com® Rewards-aðildina mína við núverandi aðstæður?
Við viljum veita þér sveigjanleika til að nýta stimpla sem þú hefur safnað og þær verðlaunanætur sem þú kannt að eiga inni. Þannig að ef þú ert með stimpla eða verðlaunanætur* sem renna út á tímabilinu frá 1. apríl 2020 munum við framlengja gildistímann til 31. desember 2021.
Við vitum að ferðaáætlanir Silver- og Gold-félaga gætu hafa breyst og það gæti haft áhrif á endurnýjun félagastöðu þeirra. Þess vegna munum við framlengja félagastöðu þeirra sem eru með endurnýjunardagsetningu á bilinu 1. febrúar 2021 til 31. janúar 2022 um eitt ár í viðbót. Þú munt sjá uppfærðan gildistíma félagastöðunnar þinnar þegar kemur að næstu endurnýjun hjá þér. Þar með fækkar þeim hlutum sem þú þarft að hafa áhyggjur af um einn.
Þú getur kannað stöðuna þína hér.
Hvernig get ég bókað gistingu í framtíðinni án vandamála síðar?
Til að tryggja sem mestan sveigjanleika fyrir væntanleg ferðalög mælum við með að þú bókir óendurgreiðanlegt herbergi (taktu eftir merkingunni til að vera viss) svo þú getir breytt bókuninni eftir því sem þörf er á síðar.