Fara í aðalefni.

Algengar spurningar

Til að hætta áskrift að fréttabréfinu okkar skaltu smella hér.

Til að lesa persónuverndarstefnu okkar skaltu smella hér.

Ferðatilkynning: Kórónaveiran (COVID-19) gæti hafa haft áhrif á ferðalagið þitt. Vegna fordæmalausra truflana á ferðalögum gæti tekið allt að 30 daga að afgreiða endurgreiðslur.

Hvernig bóka ég herbergi?


Hvernig panta ég herbergi?
Pöntunarferli okkar er mjög einfalt. Veldu eða sláðu inn borg sem óskað er eftir, sláðu inn komu- og brottfarardagsetningu og sláðu inn fjölda gesta. Smelltu á hnappinn Leita. Þú getur einnig leitað eftir tilteknu nafni hótels innan borgar. Listi yfir hótel birtist á skjánum. Fyrir frekari upplýsingar skaltu smella á heiti eignarinnar eða upplýsingatengilinn. Á upplýsingasíðu hótelsins getur þú svo valið það herbergi sem þú vilt með því að lesa upplýsingar á miðjum skjánum og smella síðan á hnappinn "Bóka", til hægri á skjánum. Þegar þú hefur valið þá tegund herbergis sem þú óskar eftir verður þú flutt(ur) í eyðublaðið „Örugg bókun“. Þar fyllirðu út pöntunareyðublaðið. Gættu þess að nafn og netfang séu rétt stöfuð. Þegar þú hefur fyllt út allar nauðsynlegar upplýsingar ýtir þú á hnappinn „Staðfesta kaup“. Ef frekari samskipti eru nauðsynleg áður en pöntunin er staðfest mun fulltrúi viðskiptavinaþjónustu svara þér með tölvupósti innan sólarhrings.


Er í lagi að nota kreditkortið mitt?
Já. Við tökum það mjög alvarlega. Til að tryggja öryggi þitt notar Hotels.com L.P. öruggan viðskiptaþjón sem dulkóðar númer kreditkortsins og umbreytir því í ónothæft form.
Hvaða kreditkortategundir eru samþykktar fyrir tryggingu/innborgun?
Kreditkortategundirnar sem samþykktar eru fyrir tryggingu/innborgun verða taldar upp í upplýsingahluta hótellýsingarinnar.


Kreditkortanúmerið mitt er rétt en hótelið samþykkir það ekki. Hvers vegna?
Það eru nokkrir möguleikar: Kreditkortategundin er ekki samþykkt á hótelinu, gildislok kortsins eru eftir dagsetningu pöntunar, þú hefur náð úttektarhámarki þínu eða villa kom upp í tölvu.
Get ég tilgreint hvar ég vil að herbergið mitt sé staðsett (sérstök hæð, við laugina, o.s.frv.)?
Ef eignin samþykkir sérstakar beiðnir birtist hluti á pöntunareyðublaðinu til að setja inn slíkar beiðnir og senda þær til hótelsins. Starfsfólk hótelsins gerir sitt besta til að taka tillit til sérstakra beiðna. Við getum ekki ábyrgst að orðið verði við beiðnum þínum, þar sem þær eru háðar tiltækileika.


Sendir Hotels.com mér reikning eftir að ég hef bókað hótel?
Hotels.com getur ekki sent út reikninga, hinsvegar gildir bókunarstaðfestingin þín sem sönnun á greiðslu.


Hvað eru „skattar“ og gjöld"?
„Skattar og gjöld“ eru færð inn á bókunina þína sem greiðsla fyrir alla tilfallandi skatta (t.d. vegna sölu og notkunar, skatts á dvalartíma í herbergi, vörugjalds, virðisaukaskatts og annarra svipaðra gjalda) sem Hotels.com greiðir til söluaðila í tengslum við hótelpöntun þína. Hér er ekki um að ræða skatta sem Hotels.com er að taka fyrir þjónustu. Þessi þjónustugjöld bæta þann kostnað sem Hotels.com leggur út fyrir til að þjónusta ferðapöntunina þína. Frekari upplýsingar er hægt að sjá undir klausunni Skilmálar og skilyrði.


Er verð fyrir herbergið miðað við manneskju eða nótt?
Allt verð er miðað við tvo í herbergi og er gefið upp miðað við nótt nema annað sé tekið fram. SUMT VERÐ GETUR ÚTHEIMT SÉRSTAKA STAÐFESTINGU. Skattar og þóknanir eru ekki innifalin nema annað sé tekið fram í ítaratriðum Verðlagsreglna. Aukafólk, börn, ferðarúm og annað tilfallandi getur verið háð viðbótargjaldi.


Hvað með sérstaka afslætti?
Mörg þeirra hótela sem taka þátt bjóða notendum okkar „Sérstakt netverð“. Það verð hefur í för með sér umtalsverðan sparnað. Sjá „Hvað er sérstakt netverð“? "


Ég ætti að fá afsláttarverð. Hvernig fæ ég það?
Birt verð er eina tiltæka verðið til að panta á þessari síðu. Þetta verð getur falið í sér afslætti til stjórnvalda, fyrirtækja eða aldraðra. Þú gætir þurft sérstök skjöl við innritun til að staðfesta að slíkt verð gildi fyrir þig. Vinsamlegast ekki búast við að fá slíkt verð við innritun án réttrar staðfestingar, jafnvel þótt þú hafir valið að bóka það á netinu.


Er til biðlisti fyrir hótel þar sem uppselt er?
Í ákveðnum tilfellum geta Hotels.com L.P. gert pantanir hjá eignum þar sem uppselt er. Oft bjóða eignir sem tilgreindar eru með „Sérstakt netverð“ upp á tiltækileika þótt uppselt sé. Ef þú vilt vera sett(ur) á biðlista verður þú að hafa samband við hótelið beint.


Staðfesta bókun


Hvað gerist þegar ég geri pöntun?
Pöntunarbeiðnir leiða til þess að nýr skjár birtist, með númeri ferðaáætlunar, sem ætti að geyma og nota í öllum samskiptum við Hotels.com L.P. í framtíðinni. Þér gæti líka verið gefið upp staðfestingarnúmer. Til viðbótar verður öllum pöntunum fylgt eftir innan 2 til 4 klukkustunda með tölvupósti sem notar sama ferðaáætlunarnúmer og - ef til staðar - staðfestingarnúmer.


Hvað tekur það Hotels.com L.P. langan tíma að svara pöntunarbeiðni minni?
Allar pöntunarbeiðnir leiða til þess að nýr skjár birtist, með númeri ferðaáætlunarinnar, sem ætti að geyma og nota í öllum samskiptum við Hotels.com L.P. í framtíðinni. Til viðbótar verður öllum pöntunum fylgt eftir innan 2 til 4 klukkustunda með tölvupósti sem notar sama ferðaáætlunarnúmer, þar sem staða pöntunar kemur fram.


Hvernig athuga ég með beiðni mína um hótel?
Þú getur skoðað pöntun þína með tenglinum „Skoða/hætta við pöntun“. Þér er alltaf velkomið að hafa samband við okkur með allar fyrirspurnir varðandi beiðni þína. Til að fá sem fljótasta þjónustu skaltu vinsamlegast láta „Bókunarnúmerið“, sem þú færð eftir að þú sendir bókun þína, fylgja með.


Ég get ekki beðið lengi eftir staðfestingu. Hvað get ég gert?
Almennt eru flestar pantanir gerðar á rauntíma og staðfestingin ætti ekki að taka meira en nokkrar sekúndur. Þér verður tilkynnt um stöðu pöntunarinnar innan 2 til 4 klukkustunda. Hins vegar geta komið upp tafir. Í slíkum tilfellum færðu tölvupóst frá okkur, án staðfestingarnúmers. Þegar við fáum staðfestingarnúmerið frá eigninni verður það sent til þín í tölvupósti. Ef um er að ræða sérstaka beiðni eða breytingar á verði í tengslum við pöntun þína, verður beiðnin send til fulltrúa viðskiptaþjónustu til vinnslu. Þú getur haft beint samband við okkur á infos@hotels.com


Hvenær verður pöntun mín komin á hótelið?
„Sérstakt netverð“: Nafn þitt birtist ekki á hótelinu fyrr en 72 klukkustundum fyrir komudagsetningu þína. Hafðu engar áhyggjur, herbergið er bókað. Hins vegar veit hótelið ekki að þú sért manneskjan sem kemur til með að dvelja í því. „Viðbótarverð“: Það tekur að lágmarki sólarhring áður en ítaratriði pöntunarinnar ná til tölvukerfis hótelsins. Hafðu engar áhyggjur, herbergið er bókað. Hins vegar hefur hótelið einfaldlega ekki skráð upplýsingar um þig inn í kerfið ennþá.


Fæ ég einhverja skriflega staðfestingu frá hótelinu þegar ég hef gert pöntunina?
Nei. Tölvupóstsstaðfestingin sem þú færð frá Hotels.com L.P. er allt sem þú þarft. Hún sýnir ferðaáætlunarnúmerið þitt hjá Hotels.com L.P., upplýsingar um hótelið, verðið, staðfestingarnúmer og afpöntunarreglur hótelsins.


Hætta við bókun


Hverjar eru afpöntunarreglurnar á pöntuninni minni?
Þegar þú ert að ljúka við örugga pöntunareyðublaðið sjást Afpöntunarreglurnar með rauðu letri eða með tengli þangað sem hægt er að lesa afpöntunarreglurnar. Þú getur einnig fundið afpöntunarreglurnar á upplýsingasíðu eignarinnar. Þessar reglur eru breytilegar milli hótela svo þú verður að lesa hverja þeirra vandlega. Almennt séð er staðalkrafan sú að þú verðir að afpanta herbergið/in fyrir 16:00 eða 18:00 á komudegi, eða 24, 48 eða 72 klukkustundum fyrir tilgreinda komu þína. Hins vegar eru þetta aðeins almennar viðmiðunarreglur og sértækar reglur eignarinnar ráða. Ef þú afpantar fyrir frestinn ertu almennt ekki rukkaður/uð um sekt. Afpöntun eftir tilgreint tímabil leiðir til greiðslu afpöntunarsektar. Sumar pantanir eru óendurkræfar og er ekki hægt að afpanta eftir bókun. Afpöntunarþóknun á við um pöntun á „Sérstöku netverði“, burtséð frá tímaramma afpöntunar. Ef afpöntun er utan úthlutaðs tíma, gætir þú verið rukkaður/uð um einnar nætur gistingu, að meðtöldu skattendurheimtargjaldi og þjónustuþóknun. Vinsamlegast lestu þær sérstöku afpöntunarreglur sem hver eign veitir á vefnum og í öllum tölvubréfum sem varða pöntun þína.


Hvernig hætti ég við pöntun?
Notaðu tengilinn „Skoða/hætta við pöntun“ á heimasíðunni.
Hotels.com™ Rewards - Yfirlit


Hvað er Hotels.com™ Rewards?
Hotels.com™ Rewards er vildarklúbbur Hotels.com. Þegar þú dvelur í 10 nætur í einhverju af yfir 500.000 samstarfshótelum okkar færðu eina verðlaunanótt* á hóteli að eigin vali. Hámarksvirði verðlaunanæturinnar* er meðalverðið af 10 gistinóttunum. Hotels.com™ Rewards er ætlað að umbuna þér um leið og skilyrðin hafa verið uppfyllt. Þar sem hver gistinótt er talin með burtséð frá stjörnugjöf, staðsetningu, vörumerki eða gerð herbergis, eru gestir fljótir að vinna sér inn verðlaunanótt.


Hvernig skrái ég mig? Kostar það eitthvað?
Það er einfalt og ókeypis* að taka þátt. Ef þú ert þegar með reikning á Hotels.com skaltu skrá þig inn og haka við reitinn á reikningssíðunni þinni þar sem stendur „Ganga í Hotels.com™ Rewards“. Ef þú ert ekki með reikning á Hotels.com geturðu búið til reikning þegar þú bókar næst hótel (veldu „búa til reikning“) eða með því að hafa samband við þjónustudeild okkar hvenær sem er.


Hvaða gististaðir taka þátt í kerfinu? Hvað er samstarfshótel?
Samstarfshótel eru hótel sem Hotels.com hefur gert samning við þar sem boðið er upp á lægsta mögulega verð. Ef Hotels.com™ Rewards táknið birtist til hliðar við hótel er það samstarfshótel. Þú safnar stimplum fyrir þessi hótel og lægsta verð er tryggt.


Hotels.com™ Rewards - Verðlaunanætur


Hvernig safna ég stimplum?

Það er auðvelt að safna stimplum. Stofnaðu fyrst reikning og skráðu þig í Hotels.com™ Rewards. Skráðu þig svo inn á reikninginn þinn áður en þú bókar nótt á samstarfshóteli Hotels.com, eða láttu starfsmann í þjónustudeild okkar vita að þú sért meðlimur í Hotels.com™ Rewards þegar þú hringir í þjónustunúmerið sem auglýst er efst á vefsíðunni. Þú þarft aðeins að gefa upp netfangið þitt (og ekki reikningsnúmerið). Að dvölinni lokinni færðu sjálfkrafa 1 stimpil fyrir hverja gistinótt. Þú færð 1 verðlaunanótt* fyrir hverjar 10 nætur sem þú hefur gist.

 

Hvernig innleysi ég verðlaunanótt?
Til að innleysa verðlaunanótt
1. Skráðu þig inn á Hotels.com reikninginn þinn á netinu eða í appinu okkar.

2. Notaðu Hotels.com® Rewards síuna til að hjálpa þér að finna gjaldgengan gististað.

3. Bókaðu gististaðinn sem þú vilt og gakktu úr skugga um að það sé hægt að bóka hann með því að innleysa verðlaunanótt.

4. Ef gististaðurinn sem þú valdir býður þér annaðhvort að Greiða núna eða Greiða á gististaðnum, skaltu velja Greiða núna.

5. Í bókunaryfirlitinu skaltu svo velja Innleysa Hotels.com® Rewards.

6. Veldu verðlaunanóttina/næturnar sem þú vilt innleysa og veldu Innleysa nætur til að nýta þær við bókunina.


Heildarkostnaður bókunarinnar þinnar mun nú endurspegla virði afsláttarins sem verðlaunanóttin gefur.

 

Gott að vita

• Virði verðlaunanæturinnar inniheldur ekki skatta og gjöld.

• Frá 27. nóv. 2019 muntu greiða innlausnargjald að upphæð 590,00 kr fyrir hverja verðlaunanótt sem þú innleysir ef þú gerir það í tölvu eða á farsímavef. Að auki muntu greiða þá skatta og gjöld sem tengjast bókuninni. Þetta gjald hjálpar okkur að dekka kostnaðinn við vildarklúbbinn.

• Ef þú innleysir verðlaunanóttina í snjallsímaappinu okkar þarftu ekki að greiða innlausnargjald, en þarft eftir sem áður að greiða hefðbundna skatta og gjöld sem fylgja bókuninni.

• Þjónustudeildin okkar getur ekki afgreitt verðlaunanóttina þína í gegnum síma, en hafðu ekki áhyggjur, þjónustufulltrúarnir geta hjálpað þér að innleysa nóttina á netinu eða í gegnum snjallsímaappið okkar.

• Þú getur innleyst verðlaunanóttina þína fyrir gistinótt sem er dýrari en verðlaunanóttin og greitt mismuninn.

• Þú getur innleyst verðlaunanóttina þína fyrir gistinótt sem er ódýrari en þá fellur mismunurinn niður.

• Þú getur einungis innleyst 1 verðlaunanótt fyrir hverja nótt í bókuninni þinni.

• Þú getur innleyst margar verðlaunanætur þegar þú bókar dvöl sem er margar gistinætur. Til dæmis, ef þú bókar 7-nátta dvöl og átt 5 verðlaunanætur til að innleysa, þá geturðu innleyst allar verðlaunanæturnar þínar í sömu bókuninni og greitt fyrir einungis 2 nætur, auk skatta og gjalda fyrir allar 7 næturnar og innlausnargjalds fyrir hverja af nóttunum 5 sem þú innleysir, nema þú sért að innleysa í appinu.

• Ef þú afbókar endurgreiðanlega bókun fyrir afbókunarfrest gististaðarins munum við skila verðlaunanóttunum þínum aftur á reikninginn innan 72 klst. og endurgreiða innlausnargjald ef það var greitt. Ef þú afbókar bókunina þína eftir að afbókunarfresturinn rennur út muntu fórna verðlaunanóttinni og innlausnargjald verður ekki endurgreitt.

 


Hvernig get ég séð stöðu verðlaunanóttanna minna?
Skráðu þig inn á reikninginn þinn eða hringdu í þjónustunúmerið sem er kynnt efst á síðunni til að sjá stöðuna þína.


Renna stimplarnir mínir út?

Stimplar og verðlaunanætur renna ekki út svo lengi sem gildar kaup- eða innleysingahreyfingar eru á Hotels.com™ Rewards-reikningnum þínum a.m.k. einu sinni á 12 mánaða tímabili. Í hvert sinn sem gildar hreyfingar eiga sér stað lengist gildistími stimplanna og verðlaunanóttanna um aðra 12 mánuði. Ef engar gildar kaup- eða innleysingahreyfingar eiga sér stað á 12 mánaða tímabili renna allir stimplar og verðlaunanætur á reikningnum þínum út auk þess sem reikningnum þínum getur verið lokað. Hotels.com™ Rewards-stimplar og verðlaunanætur eru ekki færð aftur inn eftir að þau renna út.


Hvernig fæ ég verðlaunanætur fyrir nætur sem voru bókaðar án þess að ég hafi skráð mig inn?
Ef þú bókaðir nótt hjá gjaldgengu hóteli án þess að skrá þig fyrst inn á reikninginn geturðu engu að síður safnað stimplum. Ef þú hefur þegar gist á hótelinu þarftu að hafa samband við þjónustuver til að fá aðstoð. Ef þú hefur ekki þegar gist geturðu skráð þig inn í reikninginn, farið í „Finna bókanir“, fyllt út formið og sent inn. Síðan ferðu í „Skoða bókunina“, ferð að Hotels.com Rewards glugganum og velur þar „Innskrá og tengja þessa bókun við reikninginn“. Ef þú sérð ekki þennan tengil ætti bókunin þegar að vera tengd við reikninginn þinn.


Get ég fengið verðlaunanætur fyrir bókanir þar sem afsláttarkóði var notaður eða ég nýtti mér tilboð?

Ekki er hægt að fá verðlaunanætur með Hotels.com™ Rewards fyrir bókanir þar sem afsláttarkóði var notaður. Hotels.com™ Rewards nætur eru hins vegar veittar notendum sem nýta sér tilboð, t.d. 30% haustafslátt.


Hotels.com™ Rewards - Að nota verðlaunanætur


Geta starfsmenn hótels séð það ef ég er að nýta mér verðlaunanótt? Eru þeir líklegir til að hafna bókun ef hótelið er fullt eða koma öðruvísi fram við mig en þá sem greiða fyrir herbergið?

Nei. Hótelsstarfsmenn munu ekki sjá að þú hafir bókað verðlaunanótt og ekki verður komið öðruvísi fram við þig en aðra gesti. Gagnvart hótelinu er ekki um verðlaunanótt* að ræða - það er einfaldlega Hotels.com sem greiðir reikninginn.


Hvað ef ég vil nota verðlaunanóttina mína til að bóka verðlaunanótt* sem kostar meira en sem nemur inneigninni minni? Get ég greitt mismuninn?

Já. Þú getur notað andvirði verðlaunanæturinnar þinnar til að bóka dýrara herbergi og greitt mismuninn. Við munum sjá um þetta fyrir þig þegar þú notar verðlaunanóttina þína við bókun.


Hvað ef ég þarf að hætta við bókun með verðlaunanóttum?

Sömu reglur gilda um afbókanir fyrir verðlaunanætur og aðrar greiddar nætur. Ef þú afbókar verðlaunanótt áður en frestur til að afbóka er runninn út eru Hotels.com™ Rewards verðlaunanæturnar fluttar aftur á reikninginn þinn innan 24 klukkustunda.

*Skattar og gjöld eru ekki innifalin í verðlaunanótt. Aðeins er hægt að bóka á hótelum sem merkt eru með Hotels.com™

Rewards.

Ýmislegt


Er hótel með eldunaraðstöðu frábrugðið venjulegu hóteli?
Eldunaraðstaða á við allar eignir með íbúðasniði sem eru með eldunaraðstöðu (bar með vaski, kæliskápur, örbylgjuofn, o.s.frv.). Flestar íbúðir með eldunaraðstöðu hafa aðskilin svefnherbergi, fullbúin eldhús, eitt eða fleiri baðherbergi, þvottavél og þurrkara, og stundum svalir eða verönd. Séð er fyrir handklæðum og rúmfötum. Dagleg herbergisþjónusta og önnur hótelþægindi eru venjulega fáanleg. Ólíkt hótelum með verð á hverja manneskju, er venjulega sett gjald fyrir alla dvölina með leyfðum hámarksfjölda fólks. Flestar eins herbergis einingar rúma að hámarki fjóra með notkun svefnsófa/sófa í stofunni. Flestar tveggja herbergja einingar rúma að hámarki sex og flestar þriggja herbergja eignir rúma allt að átta.Lestu vinsamlegast vandlega lýsinguna á eldunaraðstöðunni til að fræðast um hvað er útvegað og hversu margar manneskjur eru leyfðar.


Hvar sæki ég lyklana að íbúðinni með eldunaraðstöðu?
Tölvubréfið sem þú fékkst, sem staðfesti pöntun þína á herbergi með eldunaraðstöðu gefur upplýsingar varðandi hvar og hvernig þú ættir að sækja lyklana að leigueiningunni þinni.


Hvers konar viðskiptavinaþjónusta er í boði?
Eftir að þú hefur sent pöntunarbeiðnina þína færðu uppgefið netfang sem þú getur notað til að senda fyrirspurnir um beiðni þína. Okkar hæfu og vinalegu fulltrúar eru tiltækir allan sólarhringinn, 7 daga vikunnar, 365 daga ársins (að meðtöldum hátíðisdögum) til að svara spurningum þínum. Þú þarft bara að spyrja.


Ég er að leita að hóteli í Los Angeles. Getið þið hjálpað mér?
Þú getur annaðhvort notað leitarform vefsvæðisins til að staðfesta tiltækileika og verð hjá yfir 500.000 hótelum um allan heim, eða hringt í símapöntunarmiðstöð okkar.


Er hótelskutluþjónusta að/frá flugvellinum?
Mörg hótel bjóða skutluþjónustu til og frá flugvelli. Það gæti verið skráð á síðunni Ítaratriði hótels. Ef hún er í boði gæti verið að hótelið tæki gjald fyrir þessa þjónustu. Orlofsleiguhús hafa oft ekki þessa tegund þjónustu.


Er hægt að leggja bíl? Ókeypis bílastæði? Langtíma bílastæði?
Flest hótel og íbúðir bjóða gestum sínum upp á ókeypis bílastæði, þó sum taki kannski gjald fyrir. Langtímabílastæði er í boði eftir geðþótta eignar (oft í samspili við verð fyrir flug og geymslu bíls). Þetta gæti verið skráð á upplýsingasíðu hótelsins.


Hvað ef það verða fleiri en tveir fullorðnir í herberginu?
Flest hótel leyfa viðbótargestum að dvelja í herbergjunum gegn greiðslu (venjulega jafngildi milli $5,00 - $20,00 á mann). Sum hótel og flestar íbúðir eru með takmörk á hversu margar manneskjur geta dvalið í herberginu. Þetta gæti verið skráð á upplýsingasíðu hótelsins.


Börnin okkar verða með... dvelja þau ókeypis?
Venjulega dvelja börn undir 12 ára aldri ókeypis í herbergi foreldra sinna og nota það svefnpláss sem fyrir er. Aldurskröfur eru mismunandi og fara eftir sérstökum reglum hótelsins. Þetta gæti verið skráð á upplýsingasíðu hótelsins.


Er hægt að fá færanleg rúm/bedda?
Flest hótel og sumar íbúðir með eldunaraðstöðu bjóða upp á færanleg rúm og bedda (gjarnan fyrir gjald sem jafngildir $5,00 - $20,00 fyrir hvert). Sumir geta haft hömlur á hvaða tegundir herbergja leyfa færanleg rúm. Þetta gæti verið skráð á upplýsingasíðu hótelsins. Ef sérstakar beiðnir eru samþykktar birtist hluti á bókunareyðublaðinu til að setja inn slíkar beiðnir og senda þær til hótelsins eða íbúðarinnar.


Hvar eru leiðbeiningar til að komast til hótelsins?
Upplýsingar um staðsetningu hótelsins eru stundum skráðar á upplýsingasíðu hótelsins. Þær geta bent á fjarlægð frá hótelinu að ákveðnum kennileitum eða að flugvellinum. Staðfestingartölvubréf á pöntun á herbergi eða íbúð með eldunaraðstöðu inniheldur leiðbeiningar um hvert skal fara.


Er morgunverður innifalinn?
Mörg hótel bjóða upp á ókeypis morgunverð. Oft er þetta meginlandsmorgunverður eða stundum bara kaffi og kleinuhringir. Það myndi vera mjög sjaldgæft að íbúð með eldunaraðstöðu byði upp á morgunverð. Ef hann fylgir með þá ætti það að vera skráð á upplýsingasíðuna.


Hverjar eru endurgreiðslureglur Hotels.com L.P.?
Hotels.com L.P. leitast við að veita bestu mögulegu þjónustu og við vinnum fyrir hönd viðskiptavina okkar að því að lagfæra allar óásættanlegar kringumstæður sem lúta að pöntun þinni. Hins vegar starfar Hotels.com L.P. aðeins sem sjálfstæður umboðsmaður til að tryggja þjónustu bílaleigubirgja, hótela, orlofsleigueigna með eldunaraðstöðu, eða annarra birgja sem tengjast ferðalögum. Þar af leiðandi höfum við enga stjórn á starfsfólki, tækjabúnaði eða starfsemi þessara birgja og tökum ekki ábyrgð á neinum óþægindum, líkamstjóni, eignaskemmdum eða öðru tjóni sem óréttlátar aðgerðir, vanræksla eða vanskil af hálfu þessara birgja hafa í för með sér. Öll umkvörtunarefni verður að tilkynna til Hotels.com L.P. með öllum skjölum sem styðja umkvörtunina, innan 60 daga frá því að fyrsta kreditkortayfirlitið sem sýnir misræmi í rukkunar- og greiðsluatriðum var póstlagt, eða innan 60 daga frá lokum ferðaþjónustunnar sem veitt var.


Eru hótel með kröfur um lágmarksaldur?
Vinsamlegast vertu þér meðvitaður/-uð um að sum hótel hafa hömlur á eða kröfur um lágmarksaldur þegar pantað er herbergi. Til dæmis krefjast sum hótel með spilavítum þess að þú sért 21 árs til að geta innritað þig. Vinsamlegast grennslastu fyrir um þetta hjá fulltrúa viðskiptavinaþjónustu eða við hótelið beint.


Hvað ef ég finn lægra verð eftir bókun?
Ef þú finnur lægra verð fyrir sama herbergi á sama hóteli á sömu dagsetningum þá jöfnum við það. Til að fræðast meira, eða sækja um Verðvernd, skaltu smella-hér.