Hótelið er mjög notarlegt íbúðarhótel, öll aðsaða til fyrirmyndar á miðað við hvað þetta er gamalt hús, eina sem mætti finna að er hitunin, við Íslendingar erum svo góðu vanir í þeim efnum, en þarna er blásturshiti sem varla heldur hita þegar kalt er. Ekki er þrifið á hverjum degi, sem mér finnst bara besta mál. Staðsetning á þessu hóteli er alveg frábær, stutt í 2 neðanjarðarstöðvar, innan við 5mín gangur, og tiltölulega stutt í verslunar- og veitingastaði og leikhús, þ.e. í góðu göngufæri.