8/10 Mjög gott
9. september 2015
Hótelið er nokkuð vel staðsett, ca 20-30 mín. gangur niður í miðbæ á Yehuda markaðinn og staðsett við lestarstöð ef maður nennir ekki að labba. Stutt í söfn í kring og Knesset. Vandi að engir veitingastaðir eru nálægt eða supermarkaður. Herbergið var frekar sjúskað og slitið, en almennt hreint. Það voru svalir og góð loftkæling, en dálítil hávaðamengun frá umferð. Internet á herbergjum þokkalegt, frekar hægt. Það sem er frábært við hótelið er sundlaugagarður, bekkir og köld laug sem lokaði þó kl. 17.00 á daginn sem var skrítið miðað við hitann úti. Morgunverðarhlaðborðið frábært og innifalið í verði. Þjónustan almennt fín. Aðrir hótelgestir voru aðallega gyðingafjölskyldur (orthodox) að halda brúðkaup, eða uppá Sabbath o.fl. gat verið talsverður erill í lobbýinu og sundlaugagarðinum. Oft vesen og bið eftir lyftum.
Hótelið er ódýrt og heildina var þetta ánægjuleg dvöl og hægt að mæla með hótelinu ef maður vill spara.
Guðlaug
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com