8/10 Mjög gott
6. febrúar 2024
Hótelið sem tíminn gleymdi
Hótelið sem tíminn gleymdi. Afskaplega gott fólk þarna í vinnu. Viðmótið við okkur var framúrskarandi.
Staðsetningin er geggjuð og nálægt stórri verslunargötu.
En hótelið að innan er eins og að ganga inní 1970. Það er einhvern vegin allt þreytt. Sjónvarpið andvarpaði :D því það rétt hékk a´festingunni. Það litla sem mig langaði til að nota það var þá í að skipta á milli stöðva sem er alveg 1990 :D Engin streymisnotkun eða smart tv feature. Mjög lítið herbergi, gat valið um að geyma töskurnar uppá töskugeymslu dótinu eða opna hurðina alveg uppá gátt.Alveg gott að vera þarna og morgunmaturinn var alveg góður. Heilsuræktin niðrí kjallara og laugin eru alveg góð og þjónustan alveg fín.
Eins og ég sagði, tíminn gleymdi þessu hóteli einhverstaðar.
Rósa
Rósa, 4 nætur/nátta ferð
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com