Það kom okkur öllum mikið á óvart hversu hótelið var mun flottara en það sem við vorum búin að sjá á myndunum, og þjónustulundin í Norðmönnum var framúrskarandi, fékk alla þá hjálp og rúmlega það til þess að bóka lest til Malmö og fara alla minna leiða um borgina.
Morgunverðurinn var frábær, og eins kom það skemmtilega á óvart að einnig var léttur kvöldverður í boði, í fallegri setustofu á efstu hæð þar sem við áttum notalegar kvöldstundir.