10/10 Stórkostlegt
21. ágúst 2013
Mjög sáttur
Mjög sáttur við þetta hótel. Auðveld aðkoma, ekkert mál að leggja og langtímastæði útvegað hinumegin við götuna. Valdi þetta hótel vegna nálægðar við Skyline Park. Þægilegt viðmót og okkur voru gefnir afsláttarmiðar sem gilda sem 1 evra í skemmtigarðinum. Þeim miðum átti reyndar að skipta út fyrir mynt í miðasölunni sem við föttuðum ekki fyrr en inn var komið. En í alla staði þægilegt hótel, liðlegt starfsfólk og fínn morgunverður. Örstutt labb í miðbæ Bad Worishofen, þar sem er reyndar ekki mikið um að vera, sáum varla sálu á kreiki. Blóma- og fuglagarður rétt hjá sem gaman er að skoða.
Magnus
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com