Ástæða dvalarinnar í Soltau var að fara í heimsókn í hinn skemmtilega tívolígarð Heide-Park. Hótelið var alveg frábært í alla staði, mjög þrifalegt, fínn morgunmatur, fínn kvöldmatur og nóg að gera fyrir börnin, m.a. sundlaug, borðtennis, íshokkíborð, hjól. Hótelið er í mjög rólegu hverfi en einungis 5 mínútna akstur inní Soltau og einungis örfáar mínútur í Heide-Park, sem er alveg frábær tívolígarður.