8/10 Mjög gott
19. apríl 2011
Partner Gest House, hótel í hjarta Kiev
Aðkoman að hótelinu er fremur leiðinleg, þó eru stigauppgangar í fjölbýlishúsum sjaldan mun betri í Úkrainu. Móttakan var bara opin hluta af degi.
Íbúðirnar sjálfar eru afar góðar, marmaragólf, margfallt gler og yfirbyggðar svalir, sem gerði það að verkum að alger kyrrð var í svefnherbergi, þótt útsýnið væri beint yfir hjarta borgarinnar með iðandi umferð. Dálítið heitt var í svefnherberginu, en hægt var að skrúfa niður ofninn og þá var þægilegt að sofa í herberginu. Nuddbaðker og hiti í gólfi á baðherbergi. Algert lúxusbæli!
Nettenging var góð (þurfti þó að endurræsa búnaðinn) en mælst var til þess að fólk hlæði ekki niður kvikmyndum eða öðru afar plássfreku efni.
Sigurður
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com