10/10 Stórkostlegt
21. ágúst 2013
Algjörlega frábært
Algjörlega frábær staður. Viðkunnalegur skrafhreifinn vert, mælti með veitingastað í nágrenninu og pantaði fyrir okkur borð. Umhverfið er afar fallegt. Gistum í húsi beint á móti því sem er tilgreint hér, það var fínt líka, brakaði talsvert í stigum og krökkunum fannst það reyndar nokkuð draugalegt, en ekkert mál að sofa þar. Klósett og sturta inni á herberjunum, bílastæði beint fyrir utan. Í nágrenninu var reyndar beljuhópur á beit og að austurrískum sið voru þær allar með kúabjöllur. það var voða sætt um daginn, en það heyrðist enn glamra í þeim þegar leið nær miðnætti. það heyrðist þó ekki hátt og var ekkert mál fyrir aðra en mig að sofna (sef mjög grunnt). Fínn morgunverður, fín þjónusta í alla staði. Dáldill spotti að fara á bíl í næstu verslun (sem ég veit um allavegana) sem er hinumegin við landamærin. Hélt það yrði eitthvað mál að fara inn í austurríki, tilbúinn með vegabréfin, en það var ekkert tékk, maður bara keyrir beint inn í Jungholz.
Magnus
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com