6/10 Gott
18. júlí 2014
Frábær staðsetning
Staðsetning hótelsins getur ekki verið betri. Það tekur einungis nokkrar mínútur að ganga hvert sem er í miðbænum. Hreinlætið var þokkalegt og gott ef frá eru taldir rykhnoðrarnir í hornunum. Aðalgallinn var sá að frá því seinnipart dags og á kvöldin var enginn starfsmaður á vakt eftir því sem ég gat séð. Öryggi fóru t.d. tvö kvöld í vikunni og þá varð fólk bara að vera í myrkri þangað til birta tók af degi. Herbergið var rúmgott en í lýsingunni stóð að því fylgdu svalir sem það gerði ekki og ekki við neitt herbergi eftir því sem ég gat best séð. En í heildina var dvölin þarna ánægjuleg því við vorum ekki að gera neitt mál úr þessu og tókum hlutunum bara eins og þeir voru.
Ferðalangur
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com