4/10 Sæmilegt
4. júlí 2018
Hroðalega hljóðbært hótel
Ég gisti í einstaklingsherbergi og í ljós kom að það var við hliðina á sameiginlega baðherberginu. Milli herbergis míns og baðsins (annars vegar) og næsta herbergis (hins vegar) voru aðeins þunnar hurðir. Ég gat því heyrt náungann við hliðina á mér ræskja sig og þegar hann tók upp á því að fara í sturtu klukkan 1:30 að næturlagi vaknaði ég upp með andfælum. Hann tók sér góðan tíma, fór að engu hljóðlega og mig grunar að allt hafi farið á flot á baðinu við sturtuferðina. Mér varð því ekki svefnsamt þessa nótt. Tillitslausir, eigingjarnir og hugsunarlausir gestir eru ekki nýtt fyrirbæri, en ég undraðist af hverju ekki var skilti á baðherberginu (og jafnvel í anddyrinu) þar sem gestir væru beðnir um að fara ekki í sturtu t.d. eftir kl. 23. Það hef ég séð á mörgum hótelum og hostelum og mér hefur sýnst að gestir færu yfirleitt eftir slíkum tilmælum.
Þetta var það neikvæða. Rúmið var ágætt, herbergið vísaði út í bakgarðinn og inn um gluggann barst því enginn hávaði, þráðlausa netið var fínt, staðsetningin góð og morgunmaturinn ágætur.
En ef þið ætlið að fá ykkur ódýrt herbergi nálægt miðborg Kölnar skuluð þið annaðhvort splæsa í herbergi með baði eða fara á hostel (þar veit maður a.m.k. að hverju maður gengur).
Staðfestur gestur
1 nætur/nátta ferð
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com