Fyrsta upplifun af hótelinu var nokkuð góð, hótelið aðstoðaði okkur að panta leigubíl áður við komum, þannig leigubíl sótt okkur upp á flugvelli þar sem komum mjög seint um ca 02:30. Það var frábær þjónusta.
Staðsetning hótelsins var frábært og stórt og gott herbergi. Morgunmaturinn var þokkalegur, hefði mátt láta vita með að maður pantaði egg hjá þjóninum strax á fyrsta degi, en það var dálítið óljóst sá að aðrir gerðu það. Glæsilegt að það var boðið upp á vatn á herberginu. Þar sem var farið hausta mætti vera teppi eða auka sæng inn í herberginu. Herbergið var hreint og snyrtilegt. Mjög netsamband og var ég mjög ánægð með það.
Hins vegar var ég ekki sátt við svokallaða fitness center, ( líkamsrækt) það var svo lítið, nokkur tæki, en ekki neitt að pláss að gera neitt nema vera á tækjunum mætti vera stærra pláss. Eins var spa ekkert spes, nuddherberginn voru lokuð með tjaldi við innganginn á svokallað spainu þannig vantaði meiri lokuð herbergi, mætti gera betur þar ef þetta á að vera 5.stjörnu hótel.