Miðsvæðis, góður morgunmatur, spa aðstaðan fín (ekki heitur pottur samt), snyrtilegt, allt starfsfólk hlýlegt, hagstætt. Athugið að hótelið skiptist í tvo hluta, annars vegar 4* hótel og hins vegar 5*. Mikið um framkvæmdir í nágrenninu, verið að byggja mikið og einn morguninn vöknuðum við upp við hávaða frá byggingarsvæðinu. Gæti hugsað mér að koma aftur síðar.