8/10 Mjög gott
14. ágúst 2014
Lúxus :)
Við fórum í brúðkaupsferðina okkar hingað. Mjög góð þjónusta. Vinsamlegt starfsfólk. Það var hugsað mjög vel um okkur allan tímann. Maturinn á hótelinu mjög góður. Morgunverðarhlaðborðið mjög gott og einnig var hægt að panta af menu með. Ströndin er fín upp á að sóla sig en fólk þarf að passa sig ef það vaðar of langt út í sjóinn, þá eru steinarnir mjög hvassir. Kokka námskeiðið á hótelinu var skemmtilegt. Svítan var æði. Rúmið var frábært. Baðherbergið var allt utandyra, mjög töff en kannski ekki beint hentugt upp á moskítóflugur. Það voru varnir gegn þeim alls staðar og það var komið reglulega að spreyja fyrir þeim í garðinum. Mæli hiklaust með því að fá sér svítu með einkasundlaug. Það var æðislegt að geta farið beint út í sundlaug og þá er maður líka alltaf með sólbekk á besta stað. Spa-ið á hótelinu er dásamlegt. Rétt hjá hótelinu er hægt að leigja scooter. Stutt að fara til að sjá margt skemmtilegt.
Ásta Rós
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com