8/10 Mjög gott
24. júní 2015
fallegt hótel í gamla stílnum
Þetta er rólegt og fallegt hótel í gamla stílnum. Bíllinn okkar var notaður í miðbæjinn þar sem það var frekar langt fyrir okkur að ganga í hitanum þangað og til baka aftur. Netsamband var slæmt á herbergjum sem pirraði dóttur okkar mikið. Hótelið var valið vegna staðsettningarinnar við strönd. Hún var líka mjög góð og mikið sótt af heimamönnum. Af einhverjum ástæðum voru þar fáeinir naktir á gangi. Við áttum öll góðar stundir og sérstaklega var gaman þegar við sóttum sundgleraugun og sáum allann fjöldann af fiskum allt frá sílum í hópum til smárra fiska sem ættu heima í fiskabúrum.
Við kunnum mjög vel við okkur þarna á hótelinu og sátum á kvöldin á svölunum og horfðum á skipin lóna fyrir utan Tarragona þangað til sólin var sest. Mjög fallegt og róandi. Við keyptum ekki morgunmat því þá hefði verðið á gistingunni farið yfir þau mörk sem við setjum okkur. Starfsfolkið var alltaf brosandi og hjálpsamt.
Petur
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com