Það tekur aðeins 1-2 mínútur að ganga að hótelinu frá flugstöðinni og það er því einstaklega vel staðsett. Strætó fer í bæinn (tekur 35 mínútur) og er mjög ódýr og þægilegur ferðamáti. Hótelið er hreint, starfsfólkið notalegt, rúmið gott og herbergið var prýðilegt í alla staði. Svelgurinn í sturtunni reyndist vera stíflaður þegar menn hugðust bregða sér undir bununa, en það var það eina sem finna mátti að. Veitingastaðurinn býður upp á takmarkað úrval, sem er afleitt þar eð ekki er um auðugan garð að gresja varðandi veitingastaði í flugstöðinni og engir aðrir veitingastaðir í grenndinni. Maturinn var góður, en naumt skammtaður.