10/10 Stórkostlegt
1. september 2016
Passlegt fyrir mig.
Okkur hentaði lítil íbúð, svolítið utan við miðsvæði Stokkhólms. tókum "Tunnelbana" í bæinn. Ódýrast að kaupa eitt kort og áfyllingu á það eftir þörfum. skoðuðum nokkur söfn og fórum stuttar skipulagðar ferðir og svo auðvitað "Gamla stan". Leigðum svo bíl í nokkra daga og skoðuðum smábæi út við strönd, svo sem Nynäshamn en líka Stavsnäs sem er einstaklega fallegt þorp, einnig þjóðgarðinn Tyresta.
Hittum svo óvart á menningarnót Stokkhólms, sem er raunar heil vika, sáum meðal annars GORAN BREGOVIC og ótrúlegan franskan loftfimleikaflokk PLACE DES ANGES.
Hótelíbúðin passaði okkur fínt en þar er ekkert þjónustufólk, kóðalæsingar á hurðum og maður bjargar sér í síma ef þarf. Allar innréttingar, hreinlætistæki og annað er vel vandað og frágengið. húsið er teiknað af ein af þekktari arkitektum Svía og var upphaflega rannsóknarstöð og hver íbúð áður rannsóknarstofa. Veitingastaður í sömu byggingu.
Jóhann
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com