8/10 Mjög gott
21. september 2021
Rólegt og gott hótel utan skarkala borgarinnar
Mjög snyrtilegt og gott hótel, herbergin hrein, rúmin þægileg og eina sem truflaði annars notalega setu úti á svölunum á kvöldin var hávaði í viftunni á veitingastaðnum sem staðsett er efst uppi á þakinu. Um leið og hún þagnaði einhvern tímann á milli 10 og 11 um kvöldið, þá var hægt að njóta svalanna. Hótelgarðurinn er fallegur, sundlaugarsvæðið er þægilegt og vel vaktað.
Morgunmaturinn er einstaklega fjölbreyttur og góður. Skipulagið á þjónustunni í salnum hefði mátt vera betra en slapp. Ég hafði á tilfinningunni að staðurinn hafi verið örlítið undirmannaður.
Við borðuðum tvisvar á veitingastað hótelsins. Fyrra kvöldið vorum við á útisvæðinu þar sem er verulega notalegt að sitja og maturinn var frábærlega góður. Seinna kvöldið var útisvæðið lokað og maturinn borinn fram í stórum sal, sem okkur fannst frekar kuldalegur og ólík upplifun að vera þar á móti útisvæðinu kvöldinu áður. Það var ekki sömu gæði á sama rétti seinni kvöldið og kvöldið áður, kjötið var ofsteikt miðað við óskir. Hins vegar var fiskrétturinn sem hinn hlutinn pantaði mjög góður og fjölbreyttur.
Það er einn veitingastaður í nágrenni hótelsins, en annars er það staðsett dálítið langt frá annarri þjónustu en strætó stoppar stutt frá, sem bætir upp fjarlægðina fyrir þá sem ekki eru á bíl.
Sonja
Sonja, 3 nætur/nátta ferð með vinum
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com