10/10 Stórkostlegt
29. mars 2018
Við komum frá öðru húsi í Kissimmee sem var nýrra með vonlausri sundlaug en með öryggisgæslu og sundlaug í nágrenninu fyrir alla gesti var vistin frábær. Sú sundlaug var upphituð og með sjóðandi heitum potti og góðum sólstólum til að flatmaga á. Maður þurfti reyndar að mæta snemma til að ná stólum.
Þess vegna varð þetta hús með engri gæslu og sundlaug sem var upphituð við hitann sem þakið hitnaði upp í ekki eins góð. Við mikinn hita var hún samt frábær.
Samt var dvölin frábær þarna. Þetta er fyrsta skipti sem ég hef dvalið í einbýli í Florida. Eina sem sló á ánægjuna var þegar ég var að elda síðasta kvöldið hamborgara, þá kemur kakkalakki á kvöldgöngu niður úr viftunni og faldi sig bak við kriddkrukkuna. Ég skelti glasi yfir hann.
Ég átti erfitt með að klára hamborgarana eftir þessa sjón. Vinur minn setti kvikindið út áður en við yfirgáfum staðinn.
Þeir báðu sérstaklega um að fólk passaði hvar brauðmolarnir enduðu því þau vissu að það voru heimilisvinir sem við vildum ekki sjá.
Sundlaugin var góð og volgi potturinn með freyðandi froðu var góður.
Veit ekki hvort ég mundi gista þarna aftur bara út af kakkalakkavini okkar. Vinir mínir völdu allir staðinn með upphituðu lauginni sem við gistum á áður.
Petur
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com