8/10 Mjög gott
30. júlí 2015
Frábært hótel
Við vorum í þrjár nætur að skoða Varsjá. Hótelið var mjög gott og rólegt. Stutt á flugvöllinn og æðislegt að hafa airport shuttle bus free of charge. Ekkert mál að taka strætó nr. 165 sem stoppar fyrir utan hótelið og fer að Metro stöðinni. Svo var metro lestin tekin á ýmsa staði. Mjög þægilegt, einfalt og ódýrt kerfi. Morgunmaturinn er það eina sem ég gæti sett út á. Hef fengið fjölbreyttari og girnilegri morgunmat. En þetta var samt fínt og ekki víst að aðrir myndu setja út á morgunmatinn.
Hildur
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com