8/10 Mjög gott
17. júní 2017
Líflegt hótel á góðum stað
Flott hótel með öðruvísi og líflegra lobby en gengur og gerist á öðrum hótelum. Flott spa aðstaða með sundlaug og heitum potti. Líkamsræktar aðstaða einnig fín. Helstu ókostir eru að rúmin voru ekki nógu þæginleg og herbergið orðið pínu gamaldags (það er að vísu verið að vinna í því að endurnýja herbergin), auk þess voru blettir í gólfteppinu á stóru svæði. Kostir eru að við fengum mjög rúmgott herbergi með 2 salernum og það voru sjálfsalar á hverri hæð þar sem hægt var að kaupa vatn, bjór, sælgæti og snakk. Á kvöldin breytist stemningin í lobby, hækkað í tónlistinni og lýsingin breytist. Þæginleg aðstaða til að setjast niður og spjalla og svo eru 2 pool borð sem hægt er að nota.
Staðfestur gestur
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com