Hótelið var frábærlega staðsett og með æðislegann bar... En þá eru góðuhlutirnir upptaldir.
Eftir checkinn þá var farið í lyftuna, hún var með svakalegri fúkkalykt.
Eftir það var langur þröngur gangur sem var illa upplýstur með grænni lýsingu, maður hafði það á tilfinningunni að þetta væri gert villjandi til að maður sæji ekki óhreynindin.
Þegar komið var inn í herbergið var, það gamalt og lúið en ágætis dýnur svo sem.
Inni á baðherberg var farið að láta sjá á öllu, handklæða slár voru lausar og krómið farið að riðga.
En þetta var alls ekki það versta, í kjallaranum á hótelinu er næturklúbbur sem gerði það að verkum að það voru læti frá honum til kl 04:00 nóttinni, en það mátti alveg búast við því TempleBar hverfinu, en það sem verra var að við vorum vakin kl: 07:30 á morgnanna við brothljóð og byggingarvinnu beint fyrir framan gluggan okkar. Þetta olli því að það var lítið um almennilegann svefn þessa 4 daga sem við dvöldum þarna.
Með hótelinu átti að vera frítt WiFi, það náðist hvergi nema á barnum að mér vitandi, minnsta kosti ekki á herberginu.
Daginn sem við fórum báðum við um að láta geyma töskurnar okkar, við vorum beðin um að setja þær inn í lítið herbergi, þar sem við þurftum sjálf að endurraða annarra manna töskum til að koma okkar fyrir. Ekkert eftirlit var haf með því hver tæki svo hvaða töskur út úr þessu herbergi.