10/10 Stórkostlegt
25. ágúst 2014
Mjög ánægð með hótelið
Við gistum á hótelinu í 10 nætur í ágúst 2014. Við vorum bæði að fara til Disneyland Paris og til að skoða okkur um í París. Hótelið er fullkomið með tilliti til þess. Staðsetningin er mittt á milli þessa tveggja og mjög gott aðgengi að neðanjarðarlest. Það er verslunarmiðstöð beint á móti hótelinu (þar er einnig neðanjarðarlestin) og þar er matvöruverslun sem er opin lengi. Hægt að versla mat ódýrt og það er lítill ísskápur inni á herbergjunum. Fullt af veitingarstöðum í verslunarmiðstöðinni (Meðal annars, subway og McDonalds) sem eru opnir frameftir. Við vorum með 2 stóra (15 og 10 ára) syni okkar með okkur og var flottur svefnsófi inni í herberginu sem þeir sváfu mjög vel á. Herbergið þrifið vel á hverjum degi. Við munum tvímælalaust gista hérna aftur ef við komum til Parísar. Eini gallinn var að við reyndum að panta herbergisþjónustu eitt kvöldið (sem átti að vera til staðar allan sólarhringinn) og þar skildi maðurinn ekki ensku vel og endaði hann með að skella á mig. Var pínu fúl yfir því og reyndi það ekki aftur.
Eva Karen og Guðmundur Páll
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com