10/10 Stórkostlegt
29. apríl 2013
Afar gott hótel. Hreinlæti eins og bezt verður á kosið, og sama er að segja um þjónustu, starfsfólk vinsamlegt og afar hjálplegt. Sótti faglegt þing, sem var í ca. hálfrar klukkustundar göngufjarlægð. Hefði mátt vera styttra (því set ég 4 þar), en það var ekki hótelsins sök, það er fallega staðsett og mjög nærri ströndinni, þótt ekki ætti ég erindi þangað í þetta sinn; er einnig svo nærri Albufeira, að ódýrt er að fara þangað með taxi. Ágætur morgunverður, góð live-music á kvöldin, og allt saman fyrir mjög hólfstillt verð, alla vega svo í apríl sl. Mæli sannarlega með því við alla, sem ætla að taka sér sumarleyfi á þessu fallega svæði syðst í Portúgal, - "superb value for money".
ogb@hi.is
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com