10/10 Stórkostlegt
4. nóvember 2018
Með kveðju frá Íslandi
Oscar Suites & Village fær bestu einkunn frá okkur hjónum, við dvöldum tvær vikur í október og þegar öllum öðrum stöðum hfði verið lokað í kring var ekkert dregið úr þjónustu né umgjörð gistingarinnar hjá gististaðnum. Alveg til fyrirmyndar. Þægindaramminn var góður en bæta mætti Wi Fi tengingu í herbergjum en tengingin var stundum erfið við okkur.Morgunmatur var einfaldur og innihélt allt sem þurfi og hentaði okkur mjög vel nema kaffið - það mætti bæta það, hafa meira var í styrkleika eftir þörfum. Hreinlæti var í alla staði mjög gott, hvort sem var í herbergjum, þrif og ný handklæði daglega og má sama segja um alrými, alltaf mjög hreint og snyrtilegt. Starfsfólk Oscar Suites & Village fær hæðstu einkunn, þjónustulund fram í fingurgóma og vinaleiki og kurteisi til fyrirmyndar.
Þökkum innilega fyrir okkur.
Dagný
Dagný, 14 nætur/nátta rómantísk ferð
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com