10/10 Stórkostlegt
9. júlí 2014
gott hótel með stórri sundlaug
Við fengum herbergi með svölum og dóttir okkar fékk barnaherbergi einnig með svölum við hliðina á okkur. Hún var mjög ánægð. Eina var að okkur tókst ekki að fá loftkælinguna hjá okkur í gang en hún virkaði í barnaherberginu. Sundlaugin er mjög góð og baðströndin er við endann á götunni. Morgunmaturinn á hótelinu er góður og fjölbreyttur. Konan mín og dóttir fóru í hádegismatinn en fannst lítið til hans koma. Starfsfólkið sýndi alveg sérstaklega góða þjónustulund. Frí bílastæði voru takmörkuð við hótelið en alltaf hljóp starfsfólkið út til að reyna að finna stæði fyrir gesti sem gekk yfirleitt upp. Við vorum öll mjög sátt að vera þarna og veljum þetta hótel hiklaust aftur.
petur
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com