Ég fékk hótelið á góðum prís með skömmum fyrirvara. Mjög gott miðað við verð. Við fengum stórt herbergi með eldunaraðstöðu, ísskáp, sjónvarpi og ágætu baðherbergi. Enginn lúxus, en akkurat það sem við þurftum.Fínn morgunverður innifalinn. Líkamsrækt í kjallaranum og mjög flott sólbaðsaðstaða uppi a þaki. Svo geymdu þau farangurinn án endurgjalds. Hótelið er staðsett mitt á milliØresund og Amager Strand Metro stöðvanna, c.a. 300 metra frá. Mér fannst þægilegra að nota Øresund stöðina.