Fannst staðsettning á þessu hóteli frábær, það er svona aðeins í útjarðinum og því miklu meira upplifun af ungversku samfélagi, heldur en í tilbúnu túrista umhverfi. Einnig voru matsölustaðirnir og barirnir mun ódýrari heldur en niður í miðbæ. Það voru líka fullt af matsölustöðum nálægt. Auðvelt var ad ferðast frá hótelinu til allra helstu ferðmannastaða búdapests, niður í miðbæ og í verslanir með Tram 1,2,4,6 sem ganga langt fram eftir kvöldi. Eina sem eg hef útá hótelið að setja er hversu hljóðbært það var milli herbergja og á ganginn. Einnig var herbergið vel þrifið nema fyrir aftan hurðina á herberginu, þar var brotinn nögl og kusk allan tíman meðan á 7 daga dvöl minni stóð (þessi nögl tilheyrði mér ekki).