10/10 Stórkostlegt
14. ágúst 2013
Frábært íbúðarhótel
Dvöl okkar á Adagio Berlin Kurfüstendamm var mjög ánægjuleg. Reyndar er þetta íbúðarhótel þar sem þú þarft ekki endilega að þiggja mikla þjónustu, við t.d. fórum aldrei í morgunmat. Afgreiðslufólkið var mjög hjálplegt þar sem við þurftum að fá aðstoð (töskurnar okkar skiluðu sér ekki). Hreinlæti er alveg til fyrirmyndar, bæði innan sem utan dyra. Staðsetningin mjög góð með t.t. til verslana, veitingastaða og lestarstöðva. Rosalega margir frábærir veitingastaðir í nágreninu. Herbergið sjálft mætti vera þægilegra. Baðherbergi og eldhúsaðstaðan fín, rúmdýnan góð, en bara 2 harðir stólar og sófinn ekki þægilegt sæti. Myndi hiklaust mæla með þessu hóteli fyrir fólk sem ætlar ekki að dvelja allan daginn á hótelherberginu og vill vera á eigin vegum.
EJ
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com