Hótelið var virkilega gott. Starfsfólkið var þægilegt og allt mjög snyrtilegt, bæði í anddyri, stigagangi og á herbergi. Mjög hljóðlátt alls staðar og þægilegt rúm. Frábært baðherbergi með stórri sturtu með föstum sturtuhaus í lofti og góðum blöndunartækjum. Eina sem er hægt að kvarta yfir er það að það var rakaskemmd í einu horninu við sturtuhausinn, við kvörtuðum reyndar ekki, veltum því fyrir okkur en ákváðum að gera það ekki. Þetta skemmdi samt aðeins fyrir okkur upplifunina. Það voru tveir stórir gluggar á herberginu sem hægt var að opna og stór spegill við inngang. Hverfið var alveg ágætt, stutt í metro og góða veitingastaði. Myndi alveg vera til í að dvelja aftur á þessu hóteli, væri samt alveg til í að skoða hótel aðeins nær miðbæ.