8/10 Mjög gott
19. júlí 2017
Frábær staðsetning.
Alveg ljómandi fínt hótel fyrir litla fjölskyldu í stuttan tíma. Ég valdi hótelið útaf verðinu og nálægð við miðbæinn, en áttaði mig á því eftir á að hverfið er annálað fyrir vændishús og kynlífsbúðir. Við vorum par með 9 ára barn og það truflaði ekkert og enginn abbaðist upp á okkur.
Örstutt í Les Halles þar sem er gríðarlega mikið af búðum og stór lestarstöð, lestir fara þaðan beint á flugvöllinn (CDG), og beint í Disnelyland, og ca 20 mínútna labb niður að Isle de la Cite.
Starfsfólkið var almennilegt, það gleymdist reyndar að þrífa einn daginn, en það var svosem ekkert til að gera veður útaf. Glugginn okkar snéri út að götunni og hljóð barst vel inn þótt gluggar væru lokaðir, sömuleiðis af ganginum frammi. Það tók smá tíma að venjast því. Það virkaði allt fínt, en barnarúmið var reyndar mjög hart, og hjónarúmið sigið í miðjunni, en fyrir verðið og staðsetninguna getur maður vel þolað þetta í nokkra daga. Þráðlaust net innifalið, og virkaði.
Magnus
Magnus, 7 nætur/nátta fjölskylduferð
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com