4/10 Sæmilegt
23. október 2016
Herbergið sem boðið var upp á í upphafi var rakt og fullt af pöddum. Eftir kvörtun var boðið upp á annað herbergi sem var þó ekki í samræmi við lýsingu eða væntingar. Um annað var ekki að ræða. Afar hljóðbært var í herberginu og mátti heyra allt sem fram fór í næsta herbergi m.a. allt sem fram fór á baðherberginu sem var miður skemmtilegt. Loftræsting/ miðstöð var hávær og virkaði illa. Hreinlætið var í lagi og þjónusta og viðmót starfsfólks mjög gott.
Hótelið er fremur afskekkt og lítið um að vera í nágrenninu. Myndi ekki gista þarna aftur.
Kristinn
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com