Fara í aðalefni.

Skilmálar og skilyrði

Prenta alla hluta

Hugtökin „við“, „okkur“, „fyrirtæki“ og „is.hotels.com“ vísa til Hotels.com, L.P., hlutafélags í Texas með skrásetta skrifstofu á 5400 LBJ Freeway, Suite 500, Dallas, Texas 75240, BNA, hlutdeildarfélaga þess og/eða hlutaðeigandi birgja og þjónustuaðila („Hotels.com“) og „þú“ vísar til þess einstaklings sem stofnar reikning hjá okkur og/eða viðskiptavinar sem bókar pöntun gegnum okkur, beint gegnum þessa vefsíðu, eða óbeint gegnum eitthvert af hlutdeildarfélögum okkar sem við veitum þjónustu í gegnum. Þessi vefsíða býðst þér og er skilyrt samþykki þínu án breytinga á þeim skilmálum, skilyrðum og fyrirvörum sem hér má finna eins og þau eru á þeim tíma þegar pöntunin er gerð. Öll notkun þín á reikningi þínum og nýting okkar á þeim upplýsingum sem tengjast reikningi þínum, ásamt pöntunum sem þú bókar í gegnum okkur, eru háð eftirfarandi skilmálum, skilyrðum og fyrirvörum. Notkun þín á þessari vefsíðu jafngildir samþykki þínu á öllum þessum skilmálum, skilyrðum og fyrirvörum. Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála og skilyrði er þér óheimilt að nota þessa vefsíðu. Hotels.com geta boðið fram ávinninginn af fyrirkomulagi þessa samnings til þeirra hlutdeildarfélaga sinna sem bjóða ferðaþjónustu á netinu undir nafni Hotels.com á Íslandi.

 
TAKMARKANIR Á PERSÓNULEGRI OG ÁBATALAUSRI NOTKUN
 
Þessi vefsíða er fyrir persónulega notkun þína og ekki ætluð til nota þinna í ábataskyni. Efni og upplýsingar á þessari vefsíðu (þar á meðal, án takmörkunar, verð og framboð á ferðaþjónustu), ásamt því grunnvirki sem er notað til að veita slíkt efni og upplýsingar, er eign Hotels.com eða birgja þess og þjónustuveitenda. Samkvæmt því, sem er skilyrði fyrir notkun þessarar vefsíðu, samþykkir þú að nota þessa vefsíðu eða efni hennar og upplýsingar ekki í neinum ábata- eða ópersónulegum tilgangi (beinum eða óbeinum). Þó að heimilt sé að gera takmörkuð afrit af ferðaáætlun þinni (og tengdum skjölum) í tengslum við ferðir eða þjónustu sem keypt er í gegnum þessa vefsíðu, samþykkir þú að breyta ekki, afrita, dreifa, senda út, birta, sviðsetja, endurnýja, gefa út, veita leyfi fyrir, búa til afleidd verkefni af, afsala, né selja eða endurselja nokkrar upplýsingar, hugbúnað, vörur eða þjónustu sem fengin er af þessari vefsíðu. Til viðbótar, hvort sem ætlan þín er í ábataskyni eða ekki, samþykkir þú að:
 
•   ná ekki í, vakta eða afrita neitt efni eða upplýsingar á þessari vefsíðu með notkun þjarka, kóngulóar, sköfu eða öðrum sjálfvirkum leiðum eða með handvirkum hætti í nokkrum tilgangi án sérstakrar skriflegrar heimildar frá Hotels.com, L.P.;
•   brjóta ekki hömlur í neinum þjarkaútilokunarhausum á þessari vefsíðu eða sneiða hjá eða sniðganga aðrar ráðstafanir sem eru notaðar til að hindra eða takmarka aðgang að þessari vefsíðu;
•   framkvæma ekki neitt sem veldur, eða kann að valda, samkvæmt mati Hotels.com, óréttmætu eða óhóflega miklu álagi á grunnvirki Hotels.com; eða
•   setja falinn tengil við nokkurn hluta þessarar vefsíðu (þar með telst, en takmarkast ekki við, innkaupaslóð fyrir hverskyns ferðaþjónustu) í nokkrum tilgangi án sérstakrar skriflegrar heimildar frá Hotels.com.
 
FYRIRVARI UM BÓTASKYLDU
 
EKKERT Í ÞESSUM SAMNINGI SKAL, NÉ SKAL TELJAST, TAKMARKA EÐA ÚTILOKA BÓTASKYLDU OKKAR VEGNA SVIKA OKKAR, NÉ VEGNA LÍKAMSTJÓNS EÐA DAUÐA AF VÖLDUM VANRÆKSLU OKKAR.
 
ÞÆR UPPLÝSINGAR, HUGBÚNAÐUR, VÖRUR OG ÞJÓNUSTA SEM BIRTAR ERU Á ÞESSARI VEFSÍÐU KUNNA AÐ INNIHALDA ÓNÁKVÆMNI EÐA PRENTVILLUR. EINKUM ÁBYRGJAST HOTELS.COM OG HLUTDEILDARFÉLÖG ÞESS EKKI NÁKVÆMNI, OG AFSALA SÉR BÓTASKYLDU VEGNA ÓNÁKVÆMNI, TENGDRI MYNDUM AF HÓTELUM OG ÖÐRUM MYNDUM FRÁ BIRGJUM; AF HÚSNÆÐI HÓTELA, SIGLINGUM, BIFREIÐUM OG ÖÐRUM VÖRULÝSINGUM; OG LISTUM YFIR HÓTELAÐSTÖÐU OG ÖÐRUM VÖRULÝSINGUM SEM BIRTAR ERU Á ÞESSARI VEFSÍÐU, EN FLESTAR ÞÆR UPPLÝSINGAR KOMA FRÁ VIÐKOMANDI BIRGJUM. GÆÐAMAT Á HÓTELUM SEM BIRT ER Á ÞESSARI VEFSÍÐU ER EINGÖNGU ÆTLAÐ TIL ALMENNRAR VIÐMIÐUNAR OG HOTELS.COM OG HLUTDEILDARFÉLÖG ÞESS ÁBYRGJAST EKKI ÁREIÐANLEIKA MATSINS. BREYTINGAR ER REGLULEGA GERÐAR Á ÞESSUM UPPLÝSINGUM. HOTELS.COM, HLUTDEILDARFÉLÖG ÞESS OG/EÐA VIÐKOMANDI BIRGJAR ÞESS GETA HVENÆR SEM ER GERT LAGFÆRINGAR OG/EÐA BREYTINGAR Á VEFSÍÐUNNI.
 
HOTELS.COM, HLUTDEILDARFÉLÖG ÞESS OG/EÐA VIÐKOMANDI BIRGJAR ÞESS GEFA ENGA ÁBYRGÐ Á HÆFI UPPLÝSINGA, HUGBÚNAÐAR, VÖRU OG ÞJÓNUSTU SEM AF EINHVERJUM ÁSTÆÐUM ERU Á ÞESSARI VEFSÍÐU, OG SKRÁNING EÐA BOÐ TIL SÖLU Á HVAÐA VÖRUM EÐA ÞJÓNUSTU SEM ER Á ÞESSARI VEFSÍÐU ER HVORKI ÁVÍSUN Á NÉ JAFNGILDI NOKKURS STUÐNINGS EÐA MEÐMÆLA MEÐ SLÍKUM VÖRUM EÐA ÞJÓNUSTU AF HENDI HOTELS.COM EÐA HLUTDEILDARFÉLAGA ÞESS. ALLAR SLÍKAR UPPLÝSINGAR, HUGBÚNAÐUR, VÖRUR OG ÞJÓNUSTA ERU BIRTAR „EINS OG ÞÆR KOMA FYRIR“, ÁN NOKKURRAR ÁBYRGÐAR. HOTELS.COM, HLUTDEILDARFÉLÖG ÞESS OG/EÐA VIÐKOMANDI BIRGJAR ÞESS AFSALA SÉR HÉR MEÐ ALLRI ÁBYRGÐ OG SKILYRÐUM MEÐ TILLITI TIL ÞESSARA UPPLÝSINGA, HUGBÚNAÐAR, VÖRU OG ÞJÓNUSTU, ÞAR Á MEÐAL ALLRI ÓBEINNI ÁBYRGÐ OG SKILYRÐUM FYRIR VIÐSKIPTUM, HÆFNI TIL ÁKVEÐNAR NOTKUNAR, TILKALLI OG BROTALEYSI.
 
FLUTNINGSAÐILAR, HÓTEL OG AÐRIR BIRGJAR SEM SJÁ UM FERÐIR EÐA AÐRA ÞJÓNUSTU FYRIR HOTELS.COM ERU SJÁLFSTÆÐIR VERKTAKAR OG EKKI UMBOÐSMENN EÐA STARFSMENN HOTELS.COM EÐA HLUTDEILDARFÉLAGA ÞESS. HOTELS.COM OG HLUTDEILDARFÉLÖG ÞESS ERU EKKI BÓTASKYLD VEGNA ATHAFNA, VILLNA, YFIRSJÓNA, YFIRLÝSINGA, ÁBYRGÐA, BROTA EÐA VANRÆKSLU SLÍKRA BIRGJA, NÉ HELDUR VEGNA NEINNA LÍKAMSMEIÐSLA, DAUÐA, EIGNASKEMMDA EÐA ANNARS SKAÐA EÐA KOSTNAÐAR SEM VERÐUR AF ÞEIRRA VÖLDUM. HOTELS.COM OG HLUTDEILDARFÉLÖG ÞESS BERA ENGA BÓTASKYLDU OG ENDURGREIÐA EKKI VEGNA FRESTUNAR, AFTURKÖLLUNAR, OFBÓKUNAR, VERKFALLA, ÓVIÐRÁÐANLEGRA AFLA EÐA ANNARRA AÐSTÆÐNA SEM ÞAÐ HEFUR EKKI BEINA STJÓRN Á, OG BER ENGA ÁBYRGÐ Á NEINUM AUKAKOSTNAÐI, YFIRSJÓNUM, TÖFUM, ENDURBEININGU EÐA ATHÖFNUM NEINNA STJÓRNVALDA EÐA YFIRVALDA.
 
HOTELS.COM, HLUTDEILDARFÉLÖG ÞESS OG/EÐA VIÐKOMANDI BIRGJAR ÞESS SKULU EKKI UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM VERA SKAÐABÓTASKYLD VEGNA NEINNA BEINNA, ÓBEINNA, REFSI-, TILFALLANDI, SÉRSTAKRA EÐA FYLGISKAÐABÓTA SEM HLJÓTAST AF, EÐA ERU Á NOKKURN HÁTT TENGDAR, NOTKUN Á ÞESSARI VEFSÍÐU EÐA AF TÖFUM Á EÐA VANGETU TIL AÐ NOTA ÞESSA VEFSÍÐU, EÐA VEGNA NEINNA UPPLÝSINGA, HUGBÚNAÐAR, VÖRU OG ÞJÓNUSTU SEM FENGIN ER Í GEGNUM ÞESSA VEFSÍÐU, EÐA HLÝST Á ANNAN HÁTT AF NOTKUN ÞESSARAR VEFSÍÐU, HVORT SEM SÚ NOTKUN ER BYGGÐ Á SAMNINGI, SKAÐABÓTARÉTTI, STRANGRI SKAÐABÓTASKYLDU EÐA EINHVERJU ÖÐRU, JAFNVEL ÞÓ AÐ HOTELS.COM, HLUTDEILDARFÉLÖGUM ÞESS, OG/EÐA VIÐKOMANDI BIRGJUM ÞEIRRA HAFI VERIÐ BENT Á MÖGULEGAN SKAÐA. ÞAR SEM SUM RÍKI/LÖGSÖGUR LEYFA EKKI ÚTILOKUN EÐA TAKMARKANIR Á BÓTASKYLDU VEGNA AFLEIDDRA EÐA TILFALLANDI TJÓNA, GETUR VERIÐ AÐ OFANGREINDAR TAKMARKANIR EIGI EKKI VIÐ ÞIG.
 
BÆTUR
 
Þú samþykkir að verja og gera skaðlaus Hotels.com, hlutdeildarfélög þeirra og/eða viðkomandi birgja þeirra og alla fulltrúa þeirra, yfirmenn, starfsmenn og umboðsmenn fyrir og gegn öllum kröfum, aðgerðum, tilkalli, endurgreiðslum, tapi, tjóni, fjársektum, skaðabótum eða öðrum kostnaði eða nokkurs konar gjöldum, þar á meðal, en takmarkast ekki við, sanngjörnum lögfræði- og umsýslukostnaði, sem til er stofnað vegna:
 
•   þín eða fyrir þína hönd umfram þá skaðabótaskyldu sem lýst er að ofan; eða
•   þriðja aðila vegna
-                       brots þíns á þessum samningi eða þeim skjölum sem vísað er í hérna;
-       brots þíns á einhverjum lögum eða réttindum þriðja aðila; eða
-       notkunar þinnar á vefsvæði þessu;
 
ENGIN ÓLÖGLEG EÐA BÖNNUÐ NOTKUN
 
Skilyrði fyrir notkun þinni á þessari vefsíðu er að þú ábyrgist að þú notir þessa vefsíðu ekki í neinum tilgangi sem er ólöglegur eða bannaður af þessum skilmálum, skilyrðum og fyrirvörum.
 
TENGLAR VIÐ SÍÐUR ÞRIÐJU AÐILA
 
Þessi vefsíða kann að innihalda tengla á vefsíður sem er stjórnað af öðrum aðilum en Hotels.com. Slíkir tenglar eru aðeins gefnir upp þér til ráðfæringar. Hotels.com stjórnar ekki slíkum vefsíðum og er ekki ábyrgt fyrir efni þeirra eða notkun þinni á þeim. Birting Hotels.com á stikluleggjum til slíkra vefsíðna leiðir ekki af sér nokkurn stuðning við efni slíkra vefsíðna né nokkurs samstarfs við rekstraraðila þeirra.
 
HUGBÚNAÐUR Á ÞESSARI VEFSÍÐU
 
Allur hugbúnaður sem er tiltækur til niðurhals á þessari vefsíðu („hugbúnaður“) er eign Hotels.com, hlutdeildarfélaga þess og/eða birgja. Notkun þín á hugbúnaðinum takmarkast af skilmálum leyfissamnings notanda, ef hann er til staðar, sem fylgir eða er innifalinn í hugbúnaðinum („leyfissamningur“). Þú hefur ekki leyfi til að setja upp eða nota neinn hugbúnað sem með fylgir, eða innifalinn í er, leyfissamningur nema þú samþykkir skilmála leyfissamningsins fyrst.
 
Hvað varðar allan hugbúnað sem enginn leyfissamningur fylgir veitir Hotels.com, L.P. þér sem notanda hér með persónulegt og óframseljanlegt leyfi til að nota hugbúnaðinn til að skoða og nota þessa vefsíðu í samræmi við þessa skilmála og skilyrði og til einskins annars tilgangs.
 
Vinsamlegast athugaðu að allur hugbúnaður, þar á meðal, en takmarkast ekki við, allan HTML kóða og Active X stýringar sem eru á þessari vefsíðu, er í eigu Hotels.com, hlutdeildarfélaga þess og/eða birgja þeirra, og er verndað af lögum um höfundarétt og ákvæðum alþjóðlegra sáttmála. Öll afritun eða endurdreifing á hugbúnaðinum er gagngert bönnuð með lögum, og getur varðað við ströng einkamála- og refsiviðurlög. Lögbrjótar verða lögsóttir að því marki er lög leyfa.
 
AFRITUN EÐA ÚTGÁFA Á HUGBÚNAÐINUM Á ÖÐRUM MIÐLARA EÐA STAÐSETNINGU TIL FREKARI AFRITUNAR EÐA ENDURDREIFINGAR ER GAGNGERT BÖNNUÐ ÁN ÞESS AÐ ÞAÐ TAKMARKI UNDANFARANDI. HUGBÚNAÐURINN ER AÐEINS Í ÁBYRGÐ, EF HANN ER YFIRLEITT Í ÁBYRGÐ, SAMKVÆMT SKILMÁLUM LEYFISSAMNINGSINS.
 
Þú viðurkennir að hugbúnaðurinn og öll fylgiskjöl hans og/eða tækniupplýsingar falla undir viðeigandi bandarísk útflutningslög og -reglugerðir. Þú samþykkir að flytja hugbúnaðinn ekki út né endurflytja hann út, beint eða óbeint, til neinna landa sem bandarískar útflutningstakmarkanir gilda um.

Skilyrði fyrir notkun afsláttarkóða
Hægt er að nota afsláttarkóða („afsláttarmiða“) fyrir fyrirframgreiddar hótelbókanir, að undanskildum bókunum á hótelum sem ekki taka þátt í afslættinum og verða tilgreind á lista sem hægt verður að fá með hverjum afsláttarmiða.
Það getur breyst fyrirvaralaust hvaða hótel taka þátt.
Ekki er hægt að nota afsláttarmiða með afslætti í ákveðnum gjaldmiðli (t.d. afsláttur upp á 10 evrur) við bókanir sem greiddar eru í öðrum gjaldmiðli.
Ef afslátturinn byggist á prósentu (t.d. 10% afsláttur), þegar um er að ræða bókun á fleiri herbergjum (þ.e. þegar þú pantar tvö eða fleiri herbergi í sömu bókun), gildir afslátturinn aðeins fyrir verðið á fyrsta herberginu í bókuninni.
Sjá sérstakar takmarkanir um notkun afsláttarmiða í viðkomandi samskiptaupplýsingum um afsláttarmiða.
Einungis má nota einn afsláttarmiða fyrir hverja bókun.
Venjuleg ákvæði og skilmálar eiga við og bókanir eru háðar framboði.
Ekki er hægt að selja eða framselja afsláttarmiða.
Allir skattar, gjöld og aukagjöld eiga við um pantanir sem gerðar eru með afsláttarmiðum.
Þessi gjöld eru á þinni ábyrgð og þau verður að greiða þegar bókunin er gerð eða um leið og komið er á hótelið.
Afsláttarmiðar hafa aðeins verðgildi þegar þeir eru notaðir í samræmi við alla skilmála og skilyrði tilboðsins.
Ekki er hægt að skila afsláttarmiðum og fá greiðslu fyrir.
Einnota afsláttarmiði telst notaður að fullu þegar gild bókun hefur farið fram og honum verður ekki skilað eða skipt og engin endurgreiðsla fæst ef afsláttarmiðinn hefur verið innleystur að hluta.
Margnota afsláttarmiðar teljast notaðir að fullu í samræmi við þær takmarkanir sem kveðið er á um í skilmálum og skilyrðum hvers afsláttarmiða.
Ef dvalardagarnir breytast eftir að afsláttarmiði hefur verið notaður mun sá afsláttarmiði ekki eiga við um breytta ferðaáætlun.
Ekki má nota afsláttarmiða fyrir bókanir sem hafa verið keyptar áður.
Ferðaskrifstofur sem tengjast ferðaskrifstofuáætlun Hotels.com geta ekki nýtt sér afsláttarmiða.
Hotels.com áskilur sér rétt til að breyta þessum notkunarskilmálum eða afturkalla afsláttarmiða hvenær sem er.
 

 
SKILMÁLAR, SKILYRÐI OG ÁBYRGÐ
 
Skattheimtunargjald
 
Skattgjaldið á hótelviðskiptum Hotels.com á sérstökum nettaxta er endurheimt allra viðeigandi færsluskatta (t.d. sölu- og notkunarskatts, húsnæðisskatts, herbergisskatts, vöruskatts, virðisaukaskatts, o.s.frv.) sem Hotels.com greiðir seljendum (t.d. hótelum, o.s.frv.) í tengslum við ferðatilhögun þína.
 
Hotels.com er ekki seljandinn sem safnar og sendir áðurnefndan skatt til viðeigandi skattayfirvalda. Seljendur senda reikning fyrir öllum viðeigandi sköttum til Hotels.com og Hotels.com sendir slíkan skatt beint til seljandans. Hotels.com eru ekki meðseljandi sem er venslaður seljandanum sem við bókum eða pöntum ferðatilhögun viðskiptavina hjá.
 
Skattskylda og gildandi skatttaxti er afar mismunandi eftir staðsetningu. Raunverulegur skattkostnaður sem Hotels.com greiðir seljanda getur verið annar en skattaheimtunargjaldið vegna taxta, skattskyldu, o.s.frv. sem eru í gildi þegar hótelið, bifreiðin, o.s.frv. eru notuð af viðskiptavini okkar.
 
Þjónustugjald
 
 Við höldum þjónustugjöldunum eftir sem gjaldi fyrir að þjónusta bókun þína. Þjónustugjöld eru breytileg og fara bæði eftir upphæðinni og tegund hótelpöntunarinnar.

 

GREIDDU NÚNA Á NETINU EÐA GREIDDU SÍÐAR Á HÓTELI UPPLÝSINGAR

Í tilviki sumra hótela getur þér verið boðið að greiða strax á netinu eða að greiða síðar á hótelinu sjálfu. Ef þú velur þann möguleika að greiða á netinu strax færðu samstundis rukkun fyrir upphæðinni í þeim gjaldmiðli sem þú velur. Fyrirtækið sem tekur við greiðslunni og innheimtir af kreditkorti þínu verður annað hvort: (1) Travel Partner Exchange eða annar meðlimur Hotels.com fyrirtækjanna sem stunda viðskipti sem Hotels.com og taka slíka greiðslu fyrir hönd ferðaþjónustuaðilans, eða (2) ferðaþjónustuaðilinn beint. „TPX“ stendur fyrir Travel Partner Exchange S.L. sem hefur heimilisfang skrifstofu að Paseo Milicias de Garachico 1, Edificio Hamilton, oficina 79 38002 Santa Cruz de Tererife Islas Canarias, Spáni.
 
Ef þú velur að borga á hótelinu greiðir þú hótelinu upphæðina í gjaldmiðli landsins þar sem hótelið er. Skattar og gengi gjaldmiðla geta breyst á þeim tíma sem líður frá bókun til dvalar. Þú verður að leggja fram greiðslukortsupplýsingar þínar og birgirinn eða Hotels.com þurfa oft að staðfesta: (i) lögmæti greiðslukortsins (með gjaldfærslu málamyndaupphæðar sem er ýmist endurgreidd innan nokkurra daga eða dregin frá lokagreiðslu til birgisins) og, (ii) að fjármunir séu handbærir á greiðslukortinu (sem staðfestist af bankanum sem gefur greiðslukortið út). Hotels.com áskilur sér rétt til að aflýsa bókun þinni ef fullnustugreiðsla berst ekki tímanlega (sjá reglur og takmarkanir birgja).

Mörg banka- og kreditkortafyrirtæki rukka reikningseigendur sína um færslugjald þegar að útgáfuaðili kortsins og staðsetning smásalans (eins og skilgreind af merki kortsins, t.d. Visa, MasterCard, American Express) eru í mismunandi löndum. Gengi gjaldmiðla, ef það á við, og önnur færslugjöld eru einvörðungu ákveðin af bankanum eða þeim aðilum sem hann fær til að vinna úr færslunni. Kortafyrirtækið kann að skuldfæra þessi gjöld inn á reikning kortaeigandans. Þetta þýðir að upphæðin sem gefin er upp á kredit- eða debetkortayfirlitinu kann að vera önnur en sú sem sýnd var í reikningsyfirliti bókunarinnar sem framkvæmd var á þessari vefsíðu. Ef einhverjar spurningar vakna um þessi gjöld eða um það gengi sem gildir um bókunina skaltu hafa við bankann þinn.

Þú viðurkennir að Hotels.com semur fyrir fram um hótelverð við hótelfyrirtæki til að greiða fyrir bókunum hótelherbergja. Þú viðurkennir einnig að Hotels.com veitir þér þjónustu til að greiða fyrir slíkum bókunum gegn gjaldi („umsýslugjald“). Herbergisverð sem birtist á vefsíðunni samanstendur af fyrirframumsömdu herbergisverði fyrir herbergi sem Hotels.com pantar fyrir þína hönd og umsýslugjaldi sem Hotels.com heldur eftir fyrir þjónustu sína. Þú veitir Hotels.com leyfi til að bóka pantanir fyrir heildarverð pöntunar, sem nær yfir herbergisverðið sem birt er á vefsíðunni að viðbættum endurheimtugjöldum skatta, þjónustugjöldum og, eftir atvikum, sköttum sem gilda um þjónustu Hotels.com. Þú samþykkir að Hotels.com mun skuldfæra heildarverð pöntunar á kreditkort þitt. Þegar þú sendir inn pöntunarbeiðni heimilar þú Hotels.com, þ.m.t. Travelscape, LLC eða Travel Partner Exchange, S.L. (TPX), að sjá um hótelpantanir fyrir þína hönd, þar á meðal að skipuleggja greiðslur hótelfyrirtækja.

VERÐ

Ferðaþjónustan verður seld á því verði sem gefið er upp á vefsíðunni af og til, nema í þeim tilfellum þar sem um augljósa villu er að ræða. Verðið getur breyst hvenær sem er, en þær breytingar munu ekki hafa áhrif á þær bókanir sem hafa þegar verið staðfestar.  Þrátt fyrir bestu viðleitni Hotels.com getur verið að eitthvað af ferðaþjónustunni sem sýnd er á vefsíðunni sé rangt verðlögð. HOTELS.COM ÁSKILUR SÉR YFIRLÝSTAN RÉTT TIL AÐ LEIÐRÉTTA ALLAR VILLUR Í VERÐLAGNINGU Á VEFSÍÐU OKKAR OG/EÐA PANTANIR Á VÆNTANLEGRI FERÐAÞJÓNUSTU SEM GERÐAR HAFA VERIÐ Á RÖNGU VERÐI. Í SLÍKU TILFELLI MUNUM VIÐ, EF MÖGULEGT ER, GEFA ÞÉR TÆKIFÆRI TIL AÐ HALDA Í PÖNTUNINA SEM ÞÚ HEFUR ÞEGAR GERT Á RÉTTU VERÐI EÐA VIÐ AFTURKÖLLUM BÓKUNINA FYRIR ÞIG ÁN NEINS AUKAKOSTNAÐAR FYRIR ÞIG. Hotels.com ber engin skylda til að veita þér ferðaþjónustu á röngu (lægra) verði, ekki einu sinni eftir að þér hefur verið send staðfesting á bókun þinni.

 

 

 

SVONA SÝNUM VIÐ VÖRUR OG ÞJÓNUSTU Á HOTELS.COM

 

 

 

Hotels.com býður ferðamönnum fjölmargar leiðir til að hjálpa þeim að finna hið fullkomna hótel. Með „raða eftir“ möguleikanum geta ferðalangar raðað leitarniðurstöðum eftir sínu höfði, hvort sem það er eftir verði, einkunnagjöf eða öðrum mælikvörðum. Síurnar leyfa svo ferðamönnum að halda inni eða útiloka ýmsa mismunandi eiginleika eftir því sem hentar þeirra þörfum. Ef engir eiginleikar eru valdir birtir Hotels.com úrval mismunandi möguleika í leitarniðurstöðunum, byggt á eftirfarandi reglum.

 

Hin sjálfgefna röðun, „Uppáhald okkar“ endurspeglar mikilvægi gististaðanna með tilliti til leitarskilyrða þinna, þar sem við viljum tryggja að þú getir á sem einfaldastan og skjótastan hátt fundið það sem hentar þér best. Við metum mikilvægið með því að taka með í reikninginn þætti á borð við staðsetningu eignar, einkunnagjöf gesta, vinsældir gististaðarins (þ.e. hversu margir bóka hjá gististaðnum á vefsvæðum okkar), gæði efnisins sem gististaðurinn veitir auk samkeppnishæfni verðsins sem hann býður og hversu mikið framboð hann býður á herbergjum. Allt þetta er skoðað í samanburði við aðra gististaði sem einnig uppfylla leitarskilyrðin. Við innbyrðis röðun gististaða sem teljast vera með svipuð tilboð þegar bornir eru saman þættirnir sem nefndir voru hér að framan er jafnframt tekið tillit til þjónustugjaldsins sem gististaður greiðir okkur fyrir bókanir sem gerðar eru í gegnum vefsvæðin okkar. Þegar röðunin er ekki sjálfkrafa (t.d. þegar þú raðar eftir verði eða stjörnugjöf), er gististöðum með svipaðar niðurstöður raðað eftir þáttunum sem nefndir voru hér að framan.

 

 

 

Að auki er Hotels.com stöðugt að þróa þjónustu sína til að upplifun viðskiptavina sé sem best. Þess vegna má vera að við prófum öðru hvoru mismunandi röðunarreiknireglur.
 
BREYTINGAR EÐA AFBÓKANIR
 
Þú getur breytt bókun eða afbókað gistinguna þína á netinu undir þínum „Pöntunum“ þegar þú skráir þig inn á Hotels.com reikninginn eða með því að hringja í þjónustusímann 800 9932
 
Þú getur breytt gestanafninu þínu, rúmgerð, valið um reyk eða reykleysi, breytt séróskum, aðgengismöguleikum, herbergisgerð, gestafjölda og ferðadagsetningum án þess að Hotels.com rukki þig. Gistiplássabirgjar kunna að krefjast annarra breytinga- og/eða afbókunargjalda.  Gjaldtaka er breytileg eftir bókunum, svo þú skalt skoða staðfestingartölvupóstinn vandlega.
 
 
Þú samþykkir að greiða sérhverjum birgi öll áskilin afpöntunar- eða breytingagjöld sem þú stofnar til. Í takmörkuðum fjölda tilfella leyfa sum hótel ekki breytingar eða afbókanir pantanna eftir að þær hafa verið gerðar, eins og tekið er fram í reglum og takmörkunum hótelbókunarinnar. Þú samþykkir að hlíta þeim skilmálum og skilyrðum er varða þína fyrirframgreiddu bókun á hótelgistingu.
Ef til þess kemur að hótel geti ekki staðið við bókun þína ber Hotels.com enga ábyrgð á nokkrum þeim kostnaði sem til kann að falla vegna flutnings.
Ef þú kemur ekki á hótelið að kvöldi fyrsta bókunardags, en hyggst nýta þér næstu gistinætur í bókuninni, þarftu að staðfesta bókunina hjá Hotels.com, eigi síðar en á upprunalegum komudegi, til að forðast afturköllun á bókuninni í heild. Ef þú staðfestir ekki þessar breytingar á bókuninni á Hotels.com kann að vera að bókunin verði afturkölluð í heild og að þú eigir aðeins rétt á endurgreiðslu í samræmi við reglur og takmarkanir viðkomandi hótels, eins og fram kemur í bókunarferlinu.
 
Þessum skilmálum má enginn breyta sem hefur ekki til þess tilskilin leyfi, þar með talið starfsfólk Hotels.com.
 
 
SKILMÁLAR OG SKILYRÐI HOTELS.COM™ REWARDS

Hotels.com Rewards er vildarklúbbur hjá Hotels.com (Vildarklúbburinn). Fyrir hverja nótt sem þú bókar og dvelur hjá gjaldgengum Hotels.com Rewards gististað safnarðu einum stimpli (“Stimpill”). Þegar þú safnar 10 stimplum hjá okkur gefum við þér 1 verðlaunanótt sem þú getur innleyst („Verðlaunanótt“). Þessi verðlaunanótt inniheldur ekki skatta og gjöld, slíkt þarftu að greiða þegar þú innleysir verðlaunanóttina þína. Þú þarft einnig að greiða innlausnargjald („Innlausnargjald“) þegar þú innleysir verðlaunanóttina þína á vefsíðu í tölvu eða snjalltæki. Þú þarft ekki að greiða innlausnargjald þegar þú innleysir verðlaunanóttina þína í snjalltækjaappinu okkar.
Allar bókanir þurfa að fara fram á netinu eða með snjalltækjaappinu okkar. Þú getur aðeins safnað stimplum og innleyst verðlaunanætur á gjaldgengum Hotels.com Rewards gististöðum.
Vildarklúbburinn er opinn öllum einstaklingum eldri en 18 ára sem skrá sig á Hotels.com með gildu netfangi og skrá sig svo í vildarklúbbinn. Fyrirtæki, samtök eða aðrir hópar fá ekki inngöngu í vildarklúbbinn. Starfsfólk Expedia, Inc. getur ekki safnað stimplum eða notað verðlaunanætur ef það bókar í gegnum B.E.S.T. kerfið eða notar starfsmannaafslátt. Ef starfsmaður Expedia, Inc. bókar án þess að nota afsláttinn sinn, getur hann safnað Hotels.com stimplum og Rewards nóttum.

STIMPLUM SAFNAÐ

Þú safnar einum stimpli fyrir hverja þá nótt sem þú gistir á gjaldgengum Hotels.com Rewards gististað. Safnaðu 10 stimplum og við gefum þér þá 1 verðlaunanótt. Þú þarft að vera skráð(ur) inn á Hotels.com reikninginn þinn þegar þú bókar á netinu og í snjalltækjaappinu okkar til þess að hægt sé að bæta stimplunum sem þú safnar eftir dvölina á reikninginn þinn. Ef þú bókar hjá okkur í gegnum síma þarftu að láta okkur hafa netfangið sem er á reikningnum þínum svo að við vitum hvaða reikning á að leggja stimplana inn á. Aðeins Hotels.com Reward félagar safna stimplum. Aðrir gestir í sömu bókun gera það ekki, og þú getur ekki safnað stimplum fyrir neinar hótelbókanir sem þú gekkst frá áður en þú gekkst í vildarklúbbinn.


Við bætum þeim stimplum sem þú hefur safnað við reikninginn þinn allt að þremur sólarhringum eftir að þú skráir þig út af Hotels.com Rewards gististaðnum. Ef þú safnar stimplum og við komumst síðar að því að þú hafir ekki gist í allar næturnar („Ógildur stimpill
), áskiljum við okkur rétt til þess að fjarlægja þessa ógildu stimpla af reikningnum þínum. Þetta gæti gerst ef þú afbókar eða innritar þig ekki á hótelinu sem myndi gera stimplana ógilda. Ógildir stimplar telja ekki upp í þá 10 stimpla sem þarf til að innleysa verðlaunanótt.


Þú getur skoðað reikninginn þinn hvenær sem er til að sjá hve mörgum stimplum þú hefur safnað. Þú skráir þig einfaldlega inn á Hotels.com, notar snjalltækjaappið okkar eða hringir í þjónustuverið. Það er á þína ábyrgð að fylgjast með því að reikningurinn þinn sé réttur. Ef þú heldur að þú hafir ekki safnað réttum fjölda stimpla, þá könnum við málið fyrir þig. Ef einhverjar bókanir eru ógildar eins og nefnt var hér á undan, þá fjarlægjum við þær af reikningnum þínum.
Til viðbótar við ofangreint, þá safnarðu ekki stimplum fyrir:
1.    Bókanir í gegnum vefsvæði hlutdeildarfélaga Hotels.com
2.    Bókanir gerðar áður en þú gekkst í vildarklúbbinn
3.    Pakkabókanir, t.d. þegar hótel og flug er bókað saman
4.    Sumar bókanir sem gerðar eru með afsláttarmiða, gjafakorti eða kóða - skoða þarf skilmálana í hverju tilfelli
5.    Bókanir gerðar í gegnum hópferðaþjónustuna (Group Travel Services)
6.    Bókanir sem kosta þig ekkert, þ.e. eru ókeypis
  
VERÐLAUNANÆTUR INNLEYSTAR

Þegar þú safnar 10 stimplum gefum við þér 1 verðlaunanótt sem hægt er að nota á öllum gjaldgengum Hotels.com Rewards gististöðum. Þú getur innleyst verðlaunanóttina þína á netinu og með snjalltækjaappinu okkar.


Hámarksverðgildi verðlaunanæturinnar þinnar miðast við verðgildi stimplanna 10 sem þú safnaðir svo framarlega sem þeir eru ekki útrunnir. Verðgildið er jafnhátt og meðaldagsverð stimplanna sem þú safnaðir áður, að frátöldum sköttum og gjöldum. Ef þú safnaðir stimpli með hulduverði (skilgreint hér að neðan) Hotels.com verður það verð, en ekki hið vanalega verð, notað til útreikninga. Þú þarft að greiða fyrir máltíðir og skatta, gjöld og annan kostnað tengdan verðlaunanóttinni þinni. Þú þarft einnig að greiða innlausnargjaldið þegar þú innleysir verðlaunanótt á vefsíðunni/snjalltækjavefsíðunni okkar. Þú þarft ekki að greiða innlausnargjald þegar þú innleysir verðlaunanóttina þína með snjalltækjaappinu okkar.


Ef þú notar mismunandi gjaldmiðla þegar þú safnar stimplunum 10, er verðgildi hvers stimpils reiknað í gjaldmiðli staðarins þar sem þú gekkst í vildarklúbbinn.
Gisting þegar verðlaunanótt er notuð fellur undir alla viðeigandi bókunarskilmála og -skilyrði. Þú safnar ekki stimpli þegar þú innleysir verðlaunanótt. Stimplar sem safnað er hafa ekkert peningalegt verðmæti og þú getur ekki leyst út verðlaunanóttina þína fyrir peninga.


Ef þú innleysir verðlaunanóttina þína í gistingu sem hefur lægra verðgildi en hámarksverðgildi verðlaunanæturinnar þinnar, færðu mismuninn ekki greiddan út í reiðufé, inneign eða neinu öðru. Þú getur innleyst verðlaunanóttina þína fyrir gistingu sem kostar meira en hámarksverðgildi verðlaunanæturinnar - en þá þarftu að greiða mismuninn.

Ef þú átt fleiri en eina verðlaunanótt til að nota getur þú valið hvaða bókun þú vilt nota hana í. Ef þú velur að innleysa margar verðlaunanætur fyrir sömu bókun muntu þurfa að greiða innlausnargjald fyrir hverja verðlaunanótt sem þú innleysir. Ekki er hægt að nota verðlaunanóttina þína með neinu öðru tilboði, afsláttarmiða, gjafakorti eða kóða, nema sérstaklega sé tiltekið í skilmálum tilboðsins, afsláttarmiðans, gjafakortsins eða kóðans, að það sé hægt. Almenna reglan er sú að þegar þú bókar gistingu og notar verðlaunanóttina þína, færðu engan frekari afslátt af þeirri bókun.
Ef þú innleysir verðlaunanóttina þína í bókun sem er lengri en 1 nótt, bætum við verðgildi hennar sjálfkrafa við dýrustu nóttina í þeirri bókun, og þá er miðað við hámarksverðgildi hennar.

Gisting þegar verðlaunanótt er notuð fellur undir alla þá afbókunarskilmála sem Hotels.com Rewards gististaðurinn setur okkur. Ef þú afbókar verðlaunanótt sem hefði verið að fullu endurgreiðanleg ef þú hefðir greitt fyrir bókunina og afbókað, munum við skila verðlaunanóttinni á reikninginn þinn og endurgreiða innlausnargjald ef þú greiddir það. Ef þú afbókar verðlaunanótt sem hefði verið endurgreiðanleg að hluta (1-99%) ef þú hefðir greitt fyrir bókunina og afbókað, mun verðlaunanóttinni ekki vera skilað á reikninginn þinn og innlausnargjald, ef þú greiddir það, gæti verið endurgreitt til þín samkvæmt breytinga- og/eða afbókunarreglum gististaðarins. Ef þú afbókar verðlaunanótt sem hefði verið óendurgreiðanleg ef þú hefðir greitt fyrir bókunina og afbókað, mun verðlaunanóttinni ekki vera skilað á reikninginn þinn og innlausnargjald, ef þú greiddir það, mun ekki verða endurgreitt.

 

Ef þú vilt breyta dagsetningum bókunar þar sem verðlaunanóttin þín var innleyst, þarftu að afturkalla bókunina, bíða eftir að verðlaunanóttinni verði skilað á reikninginn þinn, og bóka svo aftur svo að þú getir notað verðlaunanóttina í næstu bókun.

AÐILDARÞREP HOTELS.COM

Í vildarklúbbnum eru þrjú aðildarþrep: Hotels.com Rewards, Hotels.com Rewards Silver og Hotels.com Rewards Gold. Þegar þú gengur í klúbbinn gerist þú félagi í Hotels.com Rewards. Ef þú safnar 10-29 stimplum á einu aðildarári uppfyllir þú skilyrði Hotels.com Rewards Silver aðildar. Ef þú safnar 30 eða fleiri stimplum á einu aðildarári uppfyllir þú skilyrði Hotels.com Rewards Gold aðildar. Eitt aðildarár reiknast sem eitt ár frá þeirri dagsetningu sem þú stofnaðir fyrst reikning og nýtt aðildarár hefst árlega á sömu dagsetningu.
Silver og Gold félagar eru með sérstakt símanúmer sem þeir geta hringt í á öllum tímum sólarhringsins til að bóka eða ræða um bókanir sínar. Þeir njóta einnig fríðinda eins og forgangsútsalna og sértilboða. Meðlimir byrja að fá öll þessi fríðindi innan 2ja vikna frá því þeir fá Silver eða Gold aðildina, og þau gilda út það aðildarár og allt næsta aðildarár á eftir. Ef þú safnar ekki nógu mörgum stimplum til að halda Silver eða Gold aðildinni þinni, þá færum við þig niður um eitt aðildarþrep á næsta aðildarári.

Hotels.com Rewards Gold og Silver ávinningur

 

Félagar í Silver og Gold Hotel.com Rewards eru gjaldgengir til að hljóta aukin þægindi á völdum gististöðum. Gjaldgengi til aukinna þæginda byggir á Hotels.com Rewards stigi þínu á þeim tíma sem bókun er gerð og þægindin sem í boði verða eru sýnd á skráningu gististaðarins þegar bókun er gerð. Þægindi geta verið mismunandi eftir gististöðum, gerð herbergja, framboði og ferðadagsetningum og geta breyst hvenær sem er. Lágmarkslengdar dvalar getur verið krafist.

 

VIP Access gististaðir

 

Félagar í Silver og Gold Hotel.com Rewards eru gjaldgengir til að hljóta þægindi ætluð fáum útvöldum á VIP Access gististöðum. Gjaldgengi til þessara þæginda byggir á Hotels.com Rewards stigi þínu á þeim tíma sem bókun er gerð og þægindin sem í boði verða eru sýnd á skráningu gististaðarins þegar bókun er gerð. Þægindi geta verið mismunandi milli gististaða og geta breyst hvenær sem er.

 

Gististaðir sem taka þátt í VIP Access kerfinu og bjóða upp á ávinning áskilja sér rétt til breytinga án fyrirvara. Þægindin eru ætluð fyrir aðalreikningshafann og verður einungis hægt að útvíkka til annarra ferðalanga sem bóka gegnum Silver eða Gold félagareikning með samþykki gististaðar og háð framboði. Félögum í Silver og Gold er tryggt ókeypis þráðlaust net á VIP Access gististöðum. Hér er átt við hefðbundið þráðlaust net. Premium þráðlaust net gæti verið í boði gegn aukagjaldi. Þetta getur breyst hvenær sem er.

 

Félagar í Gold geta uppfyllt skilyrði til að hljóta uppfærslu við innskráningu á VIP Access gististað, háð framboði. Gjaldgengi til uppfærslu herbergis byggir á Hotels.com Rewards stigi á þeim tíma sem bókun er gerð. VIP Access gististaðauppfærslur eru ætlaðar aðalreikningshafanum og verður einungis hægt að útvíkka til annarra herbergja sem bókuð eru með reikningi félaga í Gold með samþykki gististaðar og háð framboði. Herbergisuppfærslur geta innifalið ókeypis uppfærslur á tegund herbergis sem hefur aukið virði eða gæði. Í stað herbergisuppfærslu getur ferðalöngum verið úthlutað herbergi á hæð sem óskað er eftir eða staðsetningu á hæðinni sem óskað er eftir, til að mynda fjarri lyftunum eða klakavél. Ekki er hægt að geyma herbergisuppfærslu.

 

Félagar í Gold geta hlotið snemmbúna innritun eða seinkaða brottför á VIP Access gististöðum, háð framboði. Gjaldgengi til snemmbúinnar innritunar og seinkaðrar brottfarar byggir á Hotels.com Rewards stigi á þeim tíma sem bókun fer fram. Snemmbúin innritun og seinkuð brottför er ætlað aðalreikningshafanum og verður einungis hægt að útvíkka til annarra ferðalanga sem bóka gegnum Gold félagareikning með samþykki gististaðar og háð framboði.

 

BREYTINGAR OG RIFTUN

Stimplarnir þínir renna ekki út að því tilskyldu að einhverjar færslur verði á reikningnum þínum að minnsta kosti einu sinni á hverjum 12 mánuðum. Það felur í sér að þú þarft að safna stimpli eða innleysa verðlaunanótt á því tímabili og þegar þú gerir það er gildistíminn framlengdur í aðra 12 mánuði. Ef þú safnar ekki stimplum eða innleysir verðlaunanótt á 12 mánaða tímabili, renna stimplarnir þínir út og það getur verið að við lokum reikningnum þínum. Ef það gerist, þá glatast stimplarnir þínir. Skráðu þig inn á reikninginn þinn til að athuga hvenær stimplarnir þínir eiga að renna út.


Við getum breytt skilmálum og skilyrðum okkar hvenær sem er, með eða án fyrirvara, þar með talið reglum um söfnun á stimplum, mismunandi aðildarþrep, skilyrðin sem þarf að uppfylla í tengslum við þau og fríðindi tengd þeim, reglur um innlausn verðlaunanætur, gjaldgenga Hotels.com Rewards þátttökugististaði og hámarksverðgildi verðlaunanætur. Við kunnum að senda þér upplýsingar um slíkar breytingar í tölvupósti eða á vefsíðu Hotels.com, og því skaltu gæta þess að skoða reikninginn þinn reglulega.

Það er engin endadagsetning á Hotels.com Rewards og vildarklúbburinn verður starfandi þar til við leggjum hann niður, sem gæti gerst hvenær sem er. Ef við hættum með vildarklúbbinn hefurðu 30 daga frá því við tilkynnum um það til að innleysa allar þær verðlaunanætur sem þú kannt að eiga inni á reikningnum þínum. Þegar sá frestur er liðinn, missir þú verðlaunanæturnar og færð enga endurgreiðslu.

Með því að halda áfram að safna stimplum og innleysa verðlaunanætur með Hotels.com Rewards, samþykkir þú sérhverjar breytingar á þessum skilmálum og skilyrðum. Þú berð ábyrgð á því að fylgjast með sérhverjum breytingum sem við kunnum að gera. Nýjasta útgáfan verður alltaf tiltæk á vefsíðunni okkar.

ALMENNIR SKILMÁLAR OG SKILYRÐI HOTELS.COM REWARDS

Við áskiljum okkur rétt til þess að segja upp aðild þinni ef þú stundar sviksamlegt athæfi eða notar vildarklúbbinn okkar á einhvern máta sem ekki samrýmist skilmálum og skilyrðum okkar, eða einhverjum alríkis- eða fylkislögum, reglugerðum, samþykktum eða opinberum tilskipunum. Ef við segjum upp aðild þinni getur verið að þú missir stimplana sem þú safnaðir og fríðindi þín. Við eigum einnig rétt á því að grípa til viðeigandi stjórnsýslulegra og/eða lagalegra aðgerða, þar með talið lögsókna ef nauðsyn krefur.
Á meðan þú ert skráð(ur) í Hotels.com Rewards geta allar tilkynningar frá okkur sem varða breytingar á reikningnum þínum borist til þín í tölvupósti. Við getum afturkallað stimplana þína fyrirvaralaust. Þú getur ekki selt eða framselt stimplana þína eða sameinað þá nóttum annars meðlims. Stimplar og verðlaunanætur eru ekki framseljanleg ef meðlimur deyr, við skilnað, eða annars í krafti laga. Þú samþykkir að öll deilumál, kröfur og málsástæður af því tagi séu leyst af viðkomandi einstaklingum, án þess að þörf sé á að nota neins konar hóplögsókn, og eingöngu af hlutaðeigandi íslenskum dómstólum.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um þessa skilmála og skilyrði hvað varðar réttindi þín og skyldur, þá falla þau undir lögsögu og eru túlkuð í samræmi við íslensk lög.
Vildarklúbburinn er ógildur þar sem hann er ekki löglegur. Það, að við framfylgjum ekki einhverju ákvæði þessara skilmála og skilyrða skal ekki jafngilda undanþágu frá því eða neinu öðru ákvæði. Okkar ákvörðun í sérhverju vafamáli eða deiluefni varðandi vildarklúbbinn er endanleg.

 

 
HULDUVERÐ


Hulduverð („Hulduverð“) Hotels.com bjóðast eftirfarandi viðskiptavinum:

 

  • félögum í Hotels.com Rewards;
    • Hafir þú innskráð þig á Hotels.com reikning þinn við skoðun vefsvæðisins verður þér sjálfkrafa sýnt hulduverð á sérvöldum gististöðum þar sem borðinn „hulduverðið þitt“ er birtur.
  • notendum snjalltækjaappsins (eins og það er skilgreint í þessum skilmálum og skilyrðum hér neðar).
    • Þegar þú notar snjalltækjaappið munu þér sjálfkrafa verða birt hulduverð á sérvöldum gististöðum þar sem borðinn „hulduverðið þitt“ er birtur. Notandi snjalltækjaappsins mun ekki sjá hulduverð þegar hann opnar vefsvæðið á öðrum verkvangi, nema þá að vera innskráður sem félagi Hotels.com Rewards.

 

Hulduverð eru aðeins í boði á sérvöldum gististöðum og aðeins á sérvöldum dögum. Hulduverð verða aðeins birt þegar þau eru viðeigandi fyrir leitina þína og eru ávallt háð breytingum. Þegar hulduverð er sýnt við hliðina á verði sem hefur verið yfirstrikað (t.d. „15.000 ISK 10.000 ISK“), miðast yfirstrikaða verðið við almenna gjaldskrá gististaðarins á vefnum okkar, sem gististaðurinn sjálfur ákvarðar og gefur út.   Hlutinn „verð“ í þessum skilmálum og skilyrðum skal einnig eiga við um hulduverð.SKILMÁLAR VERÐVERNDARINNAR
 
Verðvernd - Ef þú finnur lægra verð á Hotels.com eða á annarri vefsíðu fyrir klukkan 23:59 að staðartíma daginn fyrir dvölina endurgreiðum við þér mismuninn. Pakkabókanir falla ekki undir verðverndina, og frekari skilmálar og skilyrði eiga við, eins og útlistað er hér að neðan.

Kröfugerð -
•    Fyrir óendurkræfar bókanir:  Hotels.com mun gefa út afsláttarmiða sem hefur sama virði og verðmunurinn. Nota má afsláttarmiðann við bókun á vefsíðunni Hotels.com í framtíðinni. Þú verður að hafa samband símleiðis við þjónustudeild eða senda inn beiðni á netinu með því að nota verðverndareyðublaðið í síðasta lagi klukkan 23:59 að staðartíma daginn fyrir dvölina. Það þarf að vera hægt að bóka lægra verðið á þeim tíma sem þú hefur samband við okkur, eins og þjónustufulltrúar okkar segja til um.

•    Fyrir endurkræfar bókanir:
a)    Þegar lægra verð finnst á Hotels.com: Þú getur annaðhvort hringt í þjónustuver fyrir klukkan 23:59 að staðartíma daginn fyrir dvölina eða afbókað á netinu undir Bókanirnar þínar þegar þú ert skráð(ur) inn á Hotels.com reikninginn þinn og bókað aftur á lægra verði. Ef þú hringir í okkur þarf að vera hægt að bóka lægra verðið á þeim tíma sem þú hefur samband við okkur, eins og þjónustufulltrúar okkar segja til um. Þjónustufulltrúi mun sinna beiðni þinni og endurbóka herbergið sem fannst á lægra verði og nota greiðsluupplýsingar sem þú gefur upp í gegnum síma. Þjónustufulltrúinn mun afbóka upprunalegu bókunina og upphaflega verðið verður endurgreitt. Hotels.com vinnur úr endurgreiðslum án tafar en það gæti tekið bankann þinn allt að 30 daga að meðhöndla endurgreiðsluna.
b)    Þegar lægra verð finnst á vefsíðu samkeppnisaðila: Hotels.com mun endugreiða verðmuninn. Þú verður að hafa samband símleiðis við þjónustudeild eða senda inn beiðni á netinu með því að nota verðverndareyðublaðið í síðasta lagi klukkan 23:59 að staðartíma daginn fyrir dvölina. Það þarf að vera hægt að bóka lægra verðið á þeim tíma sem þú hefur samband við okkur, eins og þjónustufulltrúar okkar segja til um. Hotels.com vinnur úr endurgreiðslunni þegar beiðni þín hefur verið staðfest en það gæti tekið bankann þinn allt að 30 daga að meðhöndla endurgreiðsluna.
Samanburðurinn verður að vera við sömu ferðaáætlunina - Verðverndin gildir eingöngu um nákvæmlega eins ferðaáætlanir, þar með taldir eru gististaðir, herbergisgerðir, viðeigandi afbókunarstefnur og dagsetningar ferðarinnar eins og hún hefur verið bókuð í gegnum Hotels.com. Þar að auki verður verðsamanburðurinn að vera við gistingu á sama gististað sem keypt er ein og sér í gegnum aðra vefsíðu.  Með öðrum orðum þá falla gististaðir sem bókaðir eru í gegnum aðra vefsíðu sem hluti af pakkaferð ekki undir verðverndina. Verðverndin á við um verð bókaðrar ferðar eins og hún er á bókunarstaðfestingunni þinni, þ.m.t. eru allir skattar og gjöld sem við innheimtum við bókunina. Verðverndin á ekki við um skatta eða gjöld sem þriðji aðili rukkar þig um, eins og þá skatta og gjöld sem hótel kann að innheimta beint af þér þegar þú dvelur á hótelinu.  Verðverndin er ekki fáanleg fyrir bókanir í gegnum vefsíður þar sem gististaðurinn eða aðrar bókunarupplýsingar eru óþekktar þar til kaup hafa átt sér stað. Þú verður að uppfylla öll skilyrði sem lögð eru á lægra verðið (ef einhver eru), þar með talið, án takmarkana, búsetu, sem og skilyrði tengd staðsetningu og aldri.
 
Samanburður verður að vera opinn almenningi - Verðverndin á aðeins við um kjör sem hafa hvorutveggja verið auglýst og eru tiltæk almenningi. Hún á líka við um hulduverð. Verðverndin á ekki við um verð sem boðin eru í vildarklúbbum vefsíðna samkeppnisaðila; afslætti eða sértilboð fyrir fyrirtæki, tilboð fyrir hópa, leigu, vildarkjör, hvatningu, fundarhöld, ráðstefnur, ferðasöluaðila eða ferðamiðlaraverð; verð sem fást á uppboðum eða skyldri starfsemi; eða verð sem fást einungis þegar framvísað er afsláttarmiða eða öðru sértilboði sem ekki er aðgengilegt almenningi. Lægra verðið má ekki vera af vefsíðu þar sem hringt er inn til að fá upplýsingar um verð eða þar sem verð er fengið með tölvupósti.  
 
Kröfusannreynd - Allar beiðnir eru sannreyndar af Hotels.com. Við viðurkennum ekki skjáskot eða annað efni sem gefur sig út fyrir að vera sönnunargagn um lægra verð sem við getum ekki staðreynt sjálf. Eins munum við ekki viðurkenna neinar beiðnir sem við teljum, að okkar eigin mati, vera niðurstöðu prentvillu eða annarskonar misskilnings, eða sem eru gerðar með sviksamlegum hætti eða gegn betri vitund.  
 
Endurgreiðslur sannreyndra beiðna (aðeins fyrir endurkræfar bókanir) - Þegar endurgreiðslubeiðnir eru staðfestar er send inneign inn á kreditkortið sem notað var við bókunina. Ef þú borgaðir fyrir hótelið við bókunina sendum við þér endurgreiðsluna þegar beiðni þín hefur verið sannreynd.  Ef þú ákvaðst að borga síðar á hótelinu og þú fannst lægra verð á annarri vefsíðu verður þú að greiða hótelinu upphaflega verðið við komuna og þá sendum við þér endurgreiðsluna eftir dvölina.  Hafðu í huga að það gætu liðið allt að 30 dagar, eða þangað til nýtt kortatímabil hefst, þar til endurgreiðslan birtist á reikningsyfirlitinu þínu.
Afsláttarmiðar (aðeins fyrir óendurkræfar bókanir) - Þú færð afsláttarmiða sendan í tölvupósti um leið og Hotels.com hefur staðfest beiðni þína. Skilmálar og skilyrði um afsláttarmiða gilda (sjá að ofan undir „Skilyrði fyrir notkun afsláttarkóða“).
 
Breytingar - Við áskiljum okkur rétt til að breyta eða hætta við verðverndina eða til að takmarka tiltækileika verðverndarinnar til ákveðinna einstaklinga, hvenær sem er, af hvaða ástæðu sem er, eða án nokkurrar ástæðu, og án nokkurs fyrirvara eða ábyrgðar gangvart þér. Skilmálarnir sem gilda á þeim tíma sem krafan þín er lögð fram ráða úrslitum um rétt þinn undir verðverndinni. Það að við framfylgjum ekki einhverju ákvæði þessara skilmála og skilyrða skal ekki jafngilda undanþágu frá því ákvæði.
 
ÁFANGASTAÐIR
 
Þó að flestum ferðalögum, þar á meðal ferðalögum til alþjóðlegra áfangastaða, ljúki án uppákoma, geta ferðalög til ákveðinna áfangastaða falið í sér meiri áhættu en til annarra. Hotels.com hvetja farþega til að lesa ferðabönn, viðvaranir, tilkynningar og ráðgjöf sem gefin eru út af breska utanríkisráðuneytinu; 
http://www.fco.gov.uk/en/travel-and-living-abroad/travel-advice-by-country/.  
 
MEÐ ÞVÍ AÐ BJÓÐA FERÐIR TIL SÖLU TIL ÁKVEÐINNA ALÞJÓÐLEGRA ÁFANGASTAÐA TRYGGIR HOTELS.COM, L.P. EKKI NÉ ÁBYRGIST AÐ FERÐALÖG TIL SLÍKRA STAÐA SÉU SKYNSAMLEG EÐA ÁN ÁHÆTTU, OG ER EKKI SKAÐABÓTASKYLT FYRIR SKAÐA EÐA TJÓN SEM KANN AÐ ORSAKAST AF FERÐALÖGUM TIL SLÍKRA ÁFANGASTAÐA.
 
BREYTINGAR Á ÞESSUM SKILMÁLUM OG SKILYRÐUM
 
Hotels.com áskilur sér rétt til að breyta þeim skilmálum, skilyrðum og fyrirvörum sem þessi vefsíða er háð og þú samþykkir að ganga að og bindast af þeim skilmálum, skilyrðum og fyrirvörum sem eru í gildi þegar þú notar þessa vefsíðu og þjónustu hennar.
 
ALMENNT
 
Þessi samningur fellur undir gildissvið íslenskra laga. Hér með samþykkir þú einskorðaða lögsögu og staðsetningu dómstóla á Íslandi varðandi allar deilur sem hljótast af, eða tengjast notkun þessarar vefsíðu. Notkun þessarar vefsíðu er óheimil í þeim lögsagnarumdæmum sem framfylgja ekki öllum ákvæðum þessara skilmála og skilyrða, þ.m.t., án takmarkana, þessa efnisgrein.
 
Þú samþykkir að ekkert samrekstrarfélag, sameignarfélag, atvinna, eða umboðssamband er á milli þín og Hotels.com af völdum þessa samnings eða notkunar þessarar vefsíðu.
 
Framkvæmd Hotels.com á þessum samningi er háð gildandi lögum og lagaferli, og ekkert sem innifalið er í þessum samningi rýrir rétt Hotels.com til að fylgja beiðnum frá löggjafarvaldi eða kröfum sem tengjast notkun þinni á þessari vefsíðu eða upplýsingum sem Hotels.com hefur verið veitt eða hefur safnað saman varðandi slíka notkun.
 
Ef einhver hluti þessa samnings er dæmdur ógildur eða óframfylgjanlegur í samræmi við gildandi lög, þar með talið en ekki takmarkað við, riftunarákvæði ábyrgðar og takmarkanir á bótaskyldu sem kunngerðar eru að ofan, þá verður hið ógilda eða óframfylgjanlega ákvæði talið leyst af hómi af gildu, framfylgjanlegu ákvæði sem nákvæmast samsvarar ásetningi upprunalega ákvæðisins og samningurinn skal haldast áfram í gildi.
 
Þessi samningur (og allir aðrir skilmálar og skilyrði vísað til hér) telst óskertur samningur milli þín og Hotels.com, hvað varðar þessa vefsíðu og leysir af hólmi öll undangengin samskipti og tilboð og þau sem eiga sér samtímis stað, hvort sem þau eru rafræn, munnleg, eða skrifleg, milli viðskiptavinarins og Hotels.com hvað varðar þessa vefsíðu. Prentuð útgáfa af þessum samningi og af öllum fyrirvörum gefnum á rafrænu formi skal vera lögleg í réttarfarslegri eða stjórnunarlegri málshöfðun sem byggð er á, eða tengist þessum samningi, að sama marki og háð sömu skilyrðum og önnur viðskiptaskjöl og -skrár sem upprunalega eru búin til og viðhaldið í prentaðri mynd.
 
Tilbúnum heitum fyrirtækja, vara, fólks, persóna og/eða gagna sem nefnd eru hér, er ekki ætlað að tákna neinn raunverulegan einstakling, fyrirtæki, vöru eða atburð.
 
Allur réttur sem ekki er gagngert veittur hér, er áskilinn.


 
NOTKUN VEFSÍÐU HOTELS.COM
 
Eingöngu er boðið upp á vefsíðu Hotels.com til að aðstoða viðskiptavini við að ákvarða tiltækileika ferðatengdra vöru og þjónustu og til að gera lögmætar bókanir eða á annan hátt inna af hendi viðskipti við birgja, og ekki í neinum öðrum tilgangi. Þú ábyrgist að vera a.m.k. 18 ára að aldri og hafa löglegt umboð til að undirgangast samning þennan og til að nota þetta vefsvæði í samræmi við skilyrði og skilmála sem hér eru nefnd. Þú samþykkir að bera fjárhagslega ábyrgð á allri notkun þinni á þessari vefsíðu (jafnt sem fyrir notkun annarra á reikningi þínum, þar með talið án takmarkana, ólögráða fólks sem býr hjá þér). Þú samþykkir að hafa eftirlit með allri notkun ólögráða fólks á vefsíðunni undir þínu nafni eða reikningi. Þú ábyrgist einnig að allar upplýsingar sem þú eða fjölskyldumeðlimir þínir veita við notkun þessa vefsvæðis séu sannar og réttar.
Allar gróðabralls-, rangar eða sviksamlegar pantanir, eða allar pantanir vegna væntanlegrar eftirspurnar eru bannaðar, án takmarkana. Þú samþykkir að pöntunaraðstaða ferðaþjónustu á þessari vefsíðu skuli aðeins notuð til að gera lögmætar pantanir eða innkaup fyrir þig, eða fyrir aðra manneskju sem þú hefur lagalega heimild til að starfa í umboði fyrir. Þú skilur að ofnotkun, grunsamlegt athæfi, merki um svik eða misnotkun pöntunaraðstöðu ferðaþjónustu á þessari vefsíðu getur leitt til þess að  Hotels.com afturkalli allar bókanir tengdar þínu nafni, netfangi eða reikningi, og loki öllum tengdum reikningum á Hotels.com. Ef þú hefur stundað sviksamlegt athæfi áskilur Hotels.com sér rétt til að grípa til nauðsynlegra lagalegra úrræða og þú gætir þurft að bæta Hotels.com upp fjárhagslegt tap, þar með talið greiða málskostnað og skaðabætur.  Ef þú vilt andmæla afturköllun bókunar eða frystingu eða lokun reiknings, skaltu hafa samband við þjónustudeild.
 
REGLUR OG TAKMARKANIR BIRGJA
Aðgreindir skilmálar og skilyrði eiga við pöntun þína annarsvegar og kaup á ferðatengri vöru og þjónustu sem þú velur hinsvegar. Vinsamlega kynntu þér skilmálana og skilyrðin gaumgæfilega. Þú samþykkir að hlíta þeim skilmálum og skilmálum er þeir birgjar er þú ákveður að eiga viðskipti við setja, þ.m.t., en takmarkast ekki við, greiðslu allra upphæða á gjalddögum og að þú farir eftir reglum og takmörkunum birgisins varðandi tiltækileika og notkun fargjalda, vara eða þjónustu. Við áskiljum okkur rétt til að aflýsa bókun þinni ef fullnaðargreiðsla berst ekki innan skikkanlegra tímamarka. Þú viðurkennir og samþykkir að sumir þriðju aðila birgjar er bjóða upp á ákveðna þjónustu og/eða tómstundir kunni að krefjast þess að þú skrifir undir undanþágu þeirra gagnvart skaðabótaskyldu áður en þú nýtur þeirrar þjónustu og/eða tómstunda sem þeir bjóða upp á. Þú skilur að sérhvert brot á slíkum kaupskilyrðum kann að leiða til aflýsingar pöntunar eða pantanna þinna eða kaupa, þess að þér verði neitað um aðgengi að flugferðum, hótelum, eða bifreiðum, því að þú tapir öllum fjármunum sem þú hefur borgað fyrir slíka pöntun, pantanir, eða kaup, og þess að Hotels.com gjaldfæri á reikning þinn hvern þann kostnað sem Hotels.com verður fyrir sökum slíks brots. Þú munt bera algjöra ábyrgð á öllum gjöldum, greiðslum, tollum, sköttum, og úttektum sem til koma vegna notkunar þessarar vefsíðu.
 
 
HÓPBÓKANIR
 
Þú mátt ekki bóka fleiri en 8 herbergi á netinu fyrir sama hótel/sömu dagsetningar.  Ef við ákvörðum að þú hafir bókað fleiri en 8 herbergi alls í aðskildum pöntunum kunnum við að afbóka pantanirnar og rukka þig um afbókunargjald, ef það á við.  Ef þú hefur greitt óafturkræft tryggingargjald fer hún fyrirgerir þú því.  Ef þú vilt bóka 9 herbergi eða fleiri þarft þú að hafa samband við sérfræðinga Expedia í hópferðum í gegnum síma eða með því að fylla út hópferðaeyðublaðið á netinu.   Einn af hópferðasérfræðingum okkar mun kanna beiðni þína og hafa samband við þig til að ganga frá þinni bókun.  Hugsanlega verður óskað eftir því að þú undirritir skriflegan samning og/eða greiðir óafturkræfa tryggingu.

BÓKANIR Á LANGTÍMAGISTINGU

Ekki er hægt að bóka fleiri en 28 nætur á sama hóteli í gegnum netið. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að þú hafir bókað fleiri en 28 nætur samtals með mismunandi bókunum gætum við afbókað dvölina og skuldfært fyrir afbókunargjaldi, ef svo á við. Ef þú greiddir óendurkræfa tryggingu mun tryggingin glatast. Ef þú vilt bóka 29 nætur eða fleiri þarftu að hafa samband við sérfræðing Hotels.com á sviði langtímadvalar í síma eða með því að fylla út eyðublað fyrir langtímadvöl á netinu. Einn af sérfræðingum okkar mun kanna beiðnina og hafa samband til að ganga frá pöntuninni. Þú gætir þurft að skrifa undir skriflegan samning og/eða greiða óendurkræfa tryggingu.
 
GJALDMIÐILSBREYTIR
 
Uppgefið gengi gjaldmiðla er byggt á ýmsum heimildum, sem eru aðgengilegar almenningi og ætti einungis að nota sem viðmiðun. Ekki er staðfest að gengi sé nákvæmt og raungengi getur verið mismunandi. Upplýsingar um gengi eru ekki uppfærðar daglega. Athugaðu dagsetninguna á gjaldmiðilsbreytinum til að sjá hvaða dag gjaldmiðillinn var síðast uppfærður. Upplýsingarnar sem þetta forrit veitir eru taldar vera réttar, en Hotels.com, hlutdeildarfélög þess og/eða birgjar þess ábyrgjast hvorki né tryggja að svo sé. Þegar þessar upplýsingar eru notaðar í einhverjum fjárhagslegum tilgangi ráðleggur Hotels.com viðskiptavininum að ráðfæra sig við faglærðan atvinnumann til að sannreyna nákvæmni gengisins. Hotels.com, hlutdeildarfyrirtæki þess og/eða birgjar þess heimila ekki notkun þessara upplýsinga í neinum tilgangi öðrum en fyrir persónulega notkun og banna, að því marki er lög leyfa, endursölu, endurdreifingu og notkun þessara upplýsinga í ábataskyni.
 
NOTENDAGAGNRÝNI, ATHUGASEMDIR, LJÓSMYNDIR OG EFNISINNIHALD
 
Hotels.com geta birt gagnrýni, athugasemdir, ljósmyndir og annað efni í tengslum við hótel, jafnt sem aðra orlofs- og ferðaupplifun („Umsagnir“). Hotels.com geta einnig boðið aðstöðu sem gerir notendum þessarar vefsíðu að birta gagnrýni („Notendaumsagnir“). Þú afsalar þér öllum eignarétti sem þú kannt að hafa á slíkum notendaumsögnum, þannig að Hotels.com eða hlutdeildarfélög þeirra megi nota þær haftalaust, afrita, dreifa og gera þær tiltækar á hvaða miðli sem er og í hvaða mynd sem er án þíns leyfis. Þar sem þessi birtingaraðstaða er í boði þá samþykkir þú gagngert að senda aðeins notendaumsagnir sem eru sæmandi þeirri þjónustu, í fylgni við þessa skilmála og skilyrði og einnig allar meðfylgjandi viðmiðunarreglur sem hafðar eru tiltækar á þessari vefsíðu. Þú gefur Hotels.com og dótturfélögum þess og eignatengdum hlutafélögum (sem þekkjast sameiginlega sem „Hotels.com fyrirækin“) og eignatengdum, sammerktum og/eða tengdum vefsíðusamstarfsaðilum sem við veitum þjónustu í gegnum (sem þekkjast sameiginlega sem „Hotels.com sambandsaðilarnir“) leyfi sem felur ekki í sér einkarétt, sem er rétthafagreiðslulaust, varanlegt, framseljanlegt, óafturkræft, undirleyfisveitingafært til (a) notkunar, afritunar, breytinga, aðlagana, þýðinga, dreifingar, útgáfu, sköpunar afleiddra verka og til að gera slíkar notendaumsagnir aðgengilegar öllum og sýna þær um allan heim í hvaða miðli sem er, nú þekktum eða hér eftir uppfundnum; og (b) nota nafnið sem þú leggur fram í tengslum við slíkar notendaumsagnir. Þú samþykkir að Hotels.com fyrirtækin kunni að ákveða að eigna þér notendaumsagnir þínar (til dæmis með því að leggja fram nafn þitt og heimabæ með hótelumsögn sem þú leggur fram) og að slíkur ákvarðanaréttur tilheyri okkur, og að slíkum notendaumsögnum megi deila með samstarfsaðilum okkar í birgjageiranum. Ennfremur gefur þú Hotels.com fyrirtækjunum rétt til að sækja til saka hverja þá einstaklinga eða aðila sem brjóta á rétti þínum eða Hotels.com er varðar þessar notendaumsagnir með því að brjóta gegn þessum notkunarskilmálum. Þú viðurkennir og samþykkir að notendaumsagnirnar eru hvorki trúnaðargögn né eignarréttarvarin. Þú fellur gagngert frá sérhverjum og öllum 'siðferðilegum réttindum' (þ.m.t. eru eignunarréttindi og heilindaréttindi) sem kunna að liggja í notendaumsögnum þínum og samþykkir að þú hafir engin andmæli við útgáfu, notkun, breytingum, brottfellingu eða hagnýtingu notendaumsagna þinna af okkur, Hotels.com sambandsaðilunum eða nokkrum af okkar samstarfsaðilum eða leyfishöfum.
 
Með því að nota slíka þjónustu þá lýsir þú sérstaklega yfir, staðhæfir og ábyrgist að:
 
•   þú eigir eða að öðru leyti farir með allan rétt á notendaumsögninni sem þú birtir;
•   við dagsetningu birtingar sé innsend notendaumsögn rétt;
•   Notendaumsögnin sem þú lætur í té brjóti ekki í bága við neina skilmála og skilyrði Hotels.com um notkun, viðmiðunarreglur eða samninga (eins og við á frá einum tíma til annars);
•   þú munir ekki viljandi eða gáleysislega birta upplýsingar sem gætu valdið skaða eða móðgað neina manneskju eða starfsemi hennar og gagngert: að þú munir ekki birta neinar athugasemdir, upplýsingar eða efni sem er ósatt; meinfýsið; niðrandi; móðgandi; klúrt, eða gæti af sanngirni verið túlkað svo;
•   þú munir ekki hegða þér á neinn hátt er til þess fallin að blekkja eða afvegaleiða og munir ekki taka þátt í eða hvetja til sviksamlegs eða ólöglegs athæfis;
•   þú munir ekki birta eða dreifa neinum upplýsingum eða efni sem er í eigu þriðja aðila, án gagngers skriflegs samþykkis slíks aðila til þess;
•         Allar þær ljósmyndir sem fram eru lagðar falla undir okkar reglur um framlagningu ljósmynda
 
Við viljum vekja athygli þína á því að umsagnir sem eru birtar á þessari vefsíðu eru frá staðfestum notendum sem hafa dvalið á hótelum sem bókuð voru á Hotels.com eða á vefsíðum annarra vörumerkja innan Expedia samstæðunnar. Hotels.com gerir ekkert tilkall til eignar, hlutdeildar, né heldur lýsir stuðningi við nokkrar ljósmyndir sem lagðar eru fram af endanlegu notendum í gegnum síður okkar.
 
Hotels.com ritstýrir ekki gagnrýni eða notendaumsögnum sem send eru inn og mun ekki, að svo miklu leyti sem lög leyfa, á neinn hátt bera ábyrgð á né skaðabótaskyldu gegn slíkri gagnrýni eða notendumsögnum, né síðari birtingu, notkun eða dreifingu. Til viðbótar mun Hotels.com ekki sannreyna, styðja eða samþykkja skoðanir eða athugasemdir sem látnar eru í ljós í nokkurri gagnrýni eða notendaumsögn enda eru þær persónulegar skoðanir þeirra einstaklinga sem senda þær inn. Allar ákvarðanir sem gerðar eru á grundvelli umsagna eða athugasemda sem birtast um þjónustuna tekur þú á þína ábyrgð. Annað slagið kann Hotels.com að gera viðskiptavinum hvataboð til að fá þá til að gefa umsagnir (t.d. afsláttarmiða, þáttöku í verðlaunaútdrætti o.s.frv.). Það er okkur mikilvægt að notendaumsagnir séu óhlutdrægar og hreinskilnar; þessi hvataboð verða viðskiptavinum opin burtséð frá því hvort notendaumsögnin er jákvæð eða neikvæð.
 
Hotels.com áskilur sér rétt samkvæmt eigin ákvörðun, af hvaða ástæðu sem er, að neita að birta eða fjarlægja (án tilkynningar) hvaða gagnrýni eða notendaumsögn sem er. Meðal annarrs eru hér meðtaldar aðstæður þar sem Hotels.com fá kvörtun frá þriðja aðila og/eða hafa ástæðu til að ætla að brotið hafi verið á þessum skilmálum og skilyrðum.
 

 
 Framlagningarreglur ljósmynda
 
Allar myndir sem þú leggur fram verða að vera:
 
•         Viðfangsefninu viðkomandi – Allar ljósmyndir verða að fjalla um gistingu, veitingastað, staðsetningu, eða almenna ferðaupplifun.
•         Samfélags-/fjölskylduvænar –
Ø  Ekki leggja fram ljósmyndir, eða efni, sem eru ólöglegar, klúrar, klámfengnar, guðlast, lágkúrulegar, særandi eða móðgandi.
Ø  Ekki leggja fram ljósmyndir eða efni sem brjóta á friðhelgi einkalífs eða brjóta gegn persónulegum réttindum nokkurrar manneskju eða nokkurs aðila.
Ø  Ekki leggja fram ljósmyndir af, eða upplýsingar um, börn eða nokkurn þriðja aðila án þeirra samþykkis (eða samþykki foreldra þeirra ef um börn yngri en 13 ára er að ræða).
Ø  Börn yngri en 13 ára mega ekki leggja fram ljósmyndir né heldur nokkuð annað efni.
•         Upprunalegar – Þú mátt bara leggja fram þínar eigin ljósmyndir.  Ekki leggja fram myndir sem koma annarsstaðar frá (hvortheldur er frá einkaaðila eða fyrirtæki).  Ekki leggja fram ljósmyndir sem brjóta gegn höfundarrétti, vörumerkjarétti, eða öðrum eignarrétti nokkurs þriðja aðila:
•         Ekki viðskiptalegar eðlis – Ekki leggja fram ljósmyndir sem á eru kennimerki, framleiðslumerki, kynningarefni, eða nokkurt annað efni sem ætlað er í viðskiptalegum tilgangi.
•         Engar skaðlegar skrár – Ekki leggja fram ljósmyndir sem innihalda vírusa eða aðra skaðlega kóða sem eru annaðhvort ætlaðir til, eða kunna að valda, skaða á tölvum og kerfum Hotels.com og/eða þeim sem nota síðuna.
•         Skráreiginleikar: Engin einstök mynd má vera stærri en 5MB. Ljósmyndir verða að vera í .jpg, .bmp, .gif eða .png forsniði.
•           TILKYNNING UM BROTLEGT EFNI
•         Ef þú telur í góðri trú að efni sem við hýsum brjóti gegn höfundarrétti þínum getur þú (eða fulltrúi þinn) sent okkur skriflega tilkynningu með eftirfarandi upplýsingum.  Vinsamlega veittu því athygli að við vinnum ekki úr kvörtun þinni ef hún er ekki fyllt rétt út eða ófullgerð. Rangar staðhæfingar í tilkynningu þinni varðandi það hvort efni eða gjörðir séu brotlegar kunna að leiða til skaðabótaskyldu.  
•         1. Augljós auðkenning höfundarréttarvarða verksins sem þú telur hafa verið brotið á.
•         2. Augljós auðkenning þess að verkið sem þú telur verið brotið á sé á vefsíðunni, svo sem hlekkur á brotlega efnið.
•         3. Heimilisfang þitt, netfang þitt og símanúmer.
•         4. Yfirlýsing sem segir að þú „standir í þeirri góðu trú að efnið sem talið er brjóta á höfundarrétti sé ekki birt í leyfi eiganda höfundarréttarins, fulltrúa hans, eða samkvæmt lögum.“
•         5. Yfirlýsing sem segir að „upplýsingarnar í tilkynningunni eru réttar, og að viðurlagðri refsingu við meinsæri, hefur sá sem hér kvartar umboð til að starfa fyrir hönd eiganda einkaréttar sem meint brot á sér stað gegn.“
•         6. Undirritun þess einstaklings sem hefur umboð til að starfa fyrir hönd eiganda einkaréttar sem meint brot á sér stað gegn.
•          
•         Þú getur sent okkur tilkynningu þína með tölvupósti til hotels-copyright@hotels.com, með faxi til (+11) 425 679-7251, b/t: IP/Trademark Legal Dept., DMCA Complaints eða með því að nota samskiptaupplýsingarnar hér að neðan:

•         Hotels.com, L.P.
•         Attn: IP/Trademark Legal Dept., DMCA Complaints
•         c/o NRAI
•         16055 Space Center Blvd., Suite 235
•         Houston, TX 77062
•         GAGNTILKYNNINGAR
•         Ef efni sem þú hefur lagt fram hefur verið fjarlægt geturðu lagt fram gagntilkynningu með faxi eða venjulegum pósti sem útlistar atriðin sem eru tilgreind hér að neðan.  Þú gætir viljað leita þér lögfræðiráðgjafar áður en þú gerir það.  Vinsamlega tilgreindu eftirfarandi atriði:
1. Auðkenndu hið tiltekna efni sem var fjarlægt eða óvirkjað og staðinn þar sem efnið sem um ræðir birtist á vefsíðunni. Skaffaðu vinsamlega URL-veffangið ef þú getur.
•         2. Nafn þitt, póstfang, símanúmer og netfang.
•         3. Yfirlýsing þess efnis að þú gangist undir lögsögu alríkisundirréttar lögsöguumdæmisins þar sem heimili þitt er, eða ef heimilisfang þitt er utan Bandaríkjanna, í hverju því lögsöguumdæmi þar sem Hotels.com er að finna, og að þú samþykkir stefnubirtingar frá aðilanum sem tilkynnti efnið þitt, eða fulltrúa þess aðila.
•         4. Eftirfarandi yfirlýsingu: „Ég sver, að viðurlagðri refsingu við meinsæri, að ég hef þá góðu trú að efnið sem tilgreint er hér að ofan hafi verið fjarlægt eða óvirkjað fyrir mistök eða misgrip.“
•         Skrifaðu undir skjalið og sendu það til eftirfarandi heimilisfangs:
•         Hotels.com, L.P.
•         Attn: IP/Trademark Legal Dept., DMCA Complaints
•         c/o NRAI
•         16055 Space Center Blvd., Suite 235
•         Houston, TX 77062
•         EÐA þú getur sent það með faxi til: (425) 679-7251, Attn: IP/Trademark Legal Dept., DMCA Complaints
Ef einhverjar frekari spurningar vakna varðandi DMCA-ferlið hjá Hotels.com hafðu samband við okkur í síma  +1 (425) 679-3751.
 
 
RIFTUN REIKNINGS
 
Í samræmi við Digital Millennium Copyright Act (DMCA) lögin og önnur viðeigandi lög hefur Hotels.com samið reglur um lokun, í viðeigandi aðstæðum og með einhliða ákvörðunarvaldi Hotels.com, reikninga áskrifenda eða reikningseigenda sem eru taldir vera síbrotlegir. Hotels.com getur líka einhliða takmarkað aðgang að síðunni og/eða lokað reikningum notenda sem brjóta gegn hugverkarétti annarra, hvort sem um er að ræða endurtekin brot eða ekki. Ef þú telur að reikningseigandi eða áskrifandi sé síbrotlegur skaltu veita okkur nægilegar upplýsingar til að við getum sannreynt að reikningseigandinn eða áskrifandinn sé síbrotlegur þegar þú sendir okkur tilkynninguna.
 
FREKARI NOTKUNARSKILMÁLAR FYRIR  HOTELS.COM APPIÐ
 
Í þessum hluta eru sett fram frekari ákvæði og skilmálar („notkunarskilmálar appsins“) um notkun þína á appinu okkar sem nefnist „Hotels.com Mobile“ („appið“) í farsíma, snjallsíma eða öðru slíku tæki. Með því að velja hnappinn „Samþykkja“ í appinu samþykkirðu að gangast undir:
 
1. skilmálana og skilyrðin
2. þessa notkunarskilmála appsins; og
3. 
persónuverndarstefnu okkar;
 
sem í sameiningu verða hér á eftir nefndar „reglur okkar“. Ef þú samþykkir ekki að hlíta reglum okkar máttu ekki nota appið og verður að velja hnappinn „Hafna“ og fjarlægja appið úr tækinu þínu.
 
Með tilliti til þess að þú samþykkir að hlíta reglum okkar veitum við þér almennt óframseljanlegt leyfi til að hlaða niður, setja upp og nota appið og fá aðgang að því efni og þeim upplýsingum sem aðgengilegar eru innan appsins („efnið“) (meðal annars, án takmarkana, verðum og framboði ferðaþjónustu) í samræmi við ákvæði í reglum okkar.
 
 
Öll ákvæði og skilmálar sem sett eru fram hér að framan um:
 
1. notkun þína á vefsvæði okkar;
2. allt efni, þjónustu, eiginleika, hugbúnað, afsláttarmiða og vildarklúbba sem þér bjóðast í gegnum vefsvæði okkar;
3. lagaleg tengsl okkar (meðal annars, en takmarkast ekki við, ábyrgð okkar gagnvart þér); og
4. þau réttindi sem við áskiljum okkur;
 
skulu gilda jafnt og að fullu og skulu gilda um það á hvaða grundvelli Hotels.com veitir þér aðgang að notkun appsins og efnisins. Allar vísanir í „vefsvæði“ í ofangreindum ákvæðum og skilmálum skulu teljast fela í sér vísanir í appið og/eða efnið og skulu gilda um notkun þína á appinu og/eða efninu eftir því sem samhengið krefst. Allar vísanir í „samning“ eða „ákvæði og skilmála“ skulu einnig teljast fela í sér vísanir í þessa notkunarskilmála forrits eftir því sem samhengið krefst.   
 
Appið er ætlað til einkanota og ekki til notkunar í ábataskyni.
 
Skilyrði fyrir notkun þinni á appinu og efninu er að þú ábyrgist að þú munir ekki nota appið og efnið í neinum þeim tilgangi sem er ólöglegur eða óheimill samkvæmt reglum okkar.
 
Tækið þitt verður að vera tengt netinu til þess að appið virki rétt. Það er undir þér komið að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tækið sé með rnettengingu og þú berð ábyrgð á öllum fjárhæðum sem þjónustuveitan kann að krefja þig um vegna sendingar og móttöku gagna í appinu (meðal annars gjöldum vegna gagnaflutnings í reiki). Hafa skal í huga að venjuleg notkun appsins felur í sér lítilsháttar sjálfvirkan gagnaflutning, sjá nánari upplýsingar í  („Upplýsingar um þig og notkun þína á appinu“) hlutanum hér að neðan.
 
Nema annað sé sérstaklega tekið fram í þessum ákvæðum og skilmálum eða heimilað í landslögum, skuldbindur þú þig til að:
 
1. afrita ekki appið eða efnið nema þar sem slík afritun tengist venjulegri notkun appsins;
2. leigja ekki út, gera kaupleigusamning um, framselja leyfið, lána, þýða, fella saman, aðlaga, útfæra eða breyta appinu eða efninu;
3. gera ekki breytingar á, eða afbrigði af, appinu eða efninu að hluta eða í heild, né heimila að appið eða efnið eða nokkur hluti annars hvors sé sameinaður við eða felldur inn í nein önnur forrit;
4. taka ekki í sundur, bakþýða, vendismíða eða búa til afleidd verk byggð á öllu eða einhverjum hluta appsins eða efnisins né reyna að gera nokkuð slíkt nema að því marki sem ekki er hægt að banna slíkan verknað með lögum; og
5. afhenda ekki eða gera neinum þriðja aðila appið eða efnið með öðrum hætti aðgengilegt að hluta eða í heild (meðal annars, en takmarkast ekki við, forritslista, viðfangs- og frumforritslista, viðfangskóða og frumkóða) á neinu formi.
 
Áskilin réttindi
 
Þú viðurkennir að öll hugverkaréttindi, tilkall til og réttindi á appinu og efninu tilheyra annaðhvort Hotels.com eða birgjum okkar og þjónustuaðilum. Þessi réttindi eru varin með lögum og sáttmálum um allan heim. Öll slík réttindi eru áskilin.
Þú viðurkennir að þú hefur engin réttindi á eða tilkall til appsins og efnisins önnur en afmörkuð réttindi til notkunar í samræmi við reglur okkar.
 
Þú viðurkennir að appið og öll fylgiskjöl þess og/eða tækniupplýsingar falla undir viðeigandi bandarísk útflutningslög og -reglugerðir. Þú samþykkir að flytja appið ekki út eða endurflytja það út, beint eða óbeint, til neinna landa sem bandarískar útflutningstakmarkanir gilda um.
 
Upplýsingar um þig og notkun þína á appinu
 
Við vinnum úr upplýsingum um þig í samræmi við 
persónuverndarstefnu okkar. Með því að nota appið samþykkir þú slíka úrvinnslu og biðjum við þig því að kynna þér persónuverndarstefnu okkar vandlega.
 
Eins og fjallað er nánar um í persónuverndarstefnu okkar mun apið sjálfkrafa safna upplýsingum um:
 
1. hvernig þú notar appið;
2. hvaða efni þú skoðar;
3. tæknilegar villur eða vandamál sem kunna að koma upp við notkun á appinu.
 
Með því að nota appið staðfestir þú, veitir samþykki þitt og gefur jáyrði fyrir sjálfvirkri söfnun þessara upplýsinga.
 
Þegar þú notar eiginleikann „Finna nálæg hótel“ í appinu notum við tiltæk staðsetningargögn úr tækinu þínu, ýmist með GPS eða gögnum frá farsímakerfi, til að finna hótel í nágrenni við þig. Enda þótt þessar upplýsingar séu fengnar með nafnlausum hætti kunna þær að sýna okkur staðsetningu þína nákvæmlega eða með tiltölulega mikilli nákvæmni fyrir appið. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að finna hótel, eins og fjallað er nánar um í 
persónuverndarstefnu okkar. Við söfnum ekki staðsetningargögnum nema að eiginleikinn „Finna nálæg hótel“ sé gerður virkur í appinu. Með því að nota eiginleikann „Finna nálæg hótel“ staðfestir þú og veitir samþykki þitt og jáyrði fyrir því að Hotels.com noti ofangreind staðsetningargögn til að veita aðgang að efni og þjónustu sem tengist staðsetningu þinni í appinu. Hægt er að loka fyrir aðgang annarra að staðsetningargögnum í gegnum appið hvenær sem er í stillingavalmyndinni.
 
Riftun
 
Hotels.com getur rift notkunarskilmálunum án fyrirvara með skriflegri tilkynningu þess efnis ef:
 
1. Um vanefndir eða viðvarandi brot gegn skilmálunum er að ræða af þinni hálfu; eða
2. Hotels.com, að eigin ákvörðun, innkallar appið að hluta eða í heild sinni.
 
Komi til riftunar af einhverjum ástæðum:
 
1. missir þú öll réttindi sem þér hafa verið veitt í forritinu eða efninu samkvæmt þessum notkunarskilmálum;
2. ber þér að hætta allri notkun appsins og efnisins; og
3. þér er skylt að eyða appinu eða fjarlægja það úr tækinu.
 
Notkunarskilmálar þessir eru bindandi fyrir báða aðila, sem og fyrir síðari handhafa eignar eða réttinda. Notanda er óheimilt að færa notkunarskilmála þessa, eða hvers kyns réttindi eða skyldur sem kveðið er á um í notkunarskilmálunum, yfir á aðra eða losa sig undan þeim með neinum hætti án skriflegs samþykkis af okkar hálfu. Við áskiljum okkur rétt til að færa notkunarskilmálana, eða hvers kyns réttindi eða skyldur af okkar hálfu samkvæmt notkunarskilmálunum, yfir á aðra, hvort sem er með framsali, afsali, yfirfærslu, undirverktöku eða öðrum hætti, hvenær sem er meðan á gildistíma notkunarskilmálanna stendur.
 
Ef við krefjumst þess ekki að þú uppfyllir skyldur þínar samkvæmt notkunarskilmálunum í hvívetna meðan á gildistíma þeirra stendur eða ef við nýtum okkur ekki þau réttindi eða úrræði sem við eigum heimtingu á samkvæmt notkunarskilmálunum felur það ekki í sér afsal slíkra réttinda eða úrræða og leysir þig ekki undan því að uppfylla þessar skyldur þínar. Afsal réttinda af okkar hálfu vegna hvers kyns vanefnda skal ekki fela í sér afsal réttinda vegna síðari vanefnda. Ekkert afsal réttinda vegna þessara notkunarskilmála af okkar hálfu tekur gildi nema að tekið sé sérstaklega fram að um afsal réttinda sé að ræða og að þér sé tilkynnt um slíkt skriflega.
 
Tæki frá Apple
 
Ef appið er notað á tæki frá Apple (s.s. iPhone, iPod eða iPad) samþykkir þú einnig eftirfarandi til viðbótar við ofangreinda notkunarskilmála:
 
1. þú staðfestir að notkunarskilmálarnir eigi eingöngu við um okkur og þig, en ekki um Apple Inc., One Infinite Loop, Cupertino, 95014 Kaliforníu, Bandaríkjunum („Apple“);
2. leyfið sem þér hefur verið veitt til að nota appið takmarkast við óframseljanlegt leyfi til að nota appið á vöru með farsímastýrikerfi Apple (iOS) sem þú átt eða hefur til umráða;
3. þú staðfestir að Apple er á engan hátt skylt að veita hvers kyns viðhalds- eða notendaþjónustu í sambandi við appið;
4. ef appið reynist á einhvern hátt ekki samræmast gildandi ábyrgð af einhverju tagi er þér heimilt að tilkynna það til Apple og mun Apple þá endurgreiða þér kaupverð forritsins (ef greitt var fyrir það) og mun Apple þá, að því marki sem gildandi lög leyfa, ekki bera frekari skyldur varðandi ábyrgð fyrir appið;
5. þú staðfestir að okkur, en ekki Apple, er skylt að bregðast við hvers kyns kröfum sem þú eða þriðji aðili gerið vegna appsins;
6. þú staðfestir að ef til kemur krafa af hálfu þriðja aðila varðandi það að appið eða eign þín og notkun þín á appinu brjóti gegn hugverkarétti þessa þriðja aðila mun Apple ekki vera ábyrgt fyrir rannsókn, málsvörn, sáttagerð, lausn eða greiðslu vegna slíkrar kröfu varðandi brot gegn hugverkarétti;
7. þú staðfestir og ábyrgist að þú dvelur ekki í landi sem fellur undir viðskiptabann af hálfu Bandaríkjastjórnar eða sem Bandaríkjastjórn skilgreinir sem land sem styður hryðjuverkamenn og að þú sért ekki á neinum lista Bandaríkjastjórnar yfir aðila sem sæta skulu banni eða takmörkunum; og
8. þú staðfestir og samþykkir að Apple, og dótturfélög Apple, njóti réttinda sem þriðji aðili samkvæmt notkunarskilmálunum og að með samþykki þínu á notkunarskilmálunum öðlist Apple rétt (og teljist hafa viðurkennt þann rétt sinn) til að framfylgja notkunarskilmálunum gagnvart þér sem þriðji aðili með réttindi samkvæmt skilmálunum.
 
Kortaskilmálar

Notkun þín á kortum sem bjóðast á þessu vefsvæði stjórnast af notkunarskilmálum og persónuverndarstefnu Microsoft ásamt notkunarskilmálum og persónuverndarstefnu Google.  Microsoft og Google áskilja sér rétt til að breyta notkunarskilmálum og persónuverndarstefnum sínum hvenær sem er, að eigin vild. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar:

https://privacy.microsoft.com/en-US/
http://www.microsoft.com/maps/assets/docs/terms.aspx
http://www.google.com/privacy/privacy-policy.html
http://www.google.com/enterprise/earthmaps/legal/us/maps_AUP.html
https://www.google.com/help/legalnotices_maps/
http://maps.google.com/help/terms_maps.html

Höfundarréttur OpenStreetMap-landfræðiupplýsinga, sem notaðar eru fyrir kort, er í eigu þeirra sem leggja OpenStreetMap til efni og eru upplýsingarnar aðgengilegar samkvæmt Open Database License (ODbL).


 
Endurskoðað 6. desember 2021


 
©2020 Hotels.com, L.P.  Allur réttur áskilinn.

 

 

Veldu eitt af eftirfarandi til að afhjúpa hulduverð og borga minna á völdum gististöðum.