Fara í aðalefni.

Hótel í Hafnarfirði

Leitaðu að hótelum í Hafnarfjörður

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

5 bestu hótelin í Hafnarfirði

Hafðu það gott í Hafnarfirði

Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær landsins og er að mörgu leyti frábærlega vel staðsettur fyrir ferðafólk. Tiltölulega stuttan tíma tekur að skjótast í miðbæ Reykjavíkur fyrir þá sem vilja sækja í menninguna þar eða stjórnsýsluna og það þýðir líka að Reykjavíkurflugvöllur er heldur ekki mjög langt í burtu. En það sem Hafnarfjörður hefur umfram miðbæ Reykjavíkur hvað gistingu varðar er að talsvert styttra er að komast til Keflavíkur fyrir þá sem eru á leiðinni í flug erlendis, auk þess sem nálægðin við náttúruna og spennandi gönguleiðir er talsvert meiri á útjaðri höfuðborgarsvæðisins heldur en úr Kvosinni í miðbæ Reykjavíkur. En Hafnarfjörður gefur heldur ekkert eftir í menningunni, með fjölbreytta veitingastaði og öldurhús í miðbænum.

Áhugavert í nágrenninu

Síðustu ár hefur Hafnarfjörður getið sér gott orð fyrir að vera víkingabær Íslands, þar sem árlega er haldin víkingahátíð í júní auk þess sem í svæðið í kringum veitingastaðinn Fjörukrána er allt með miklum víkingabrag. Þá hefur nálægðin við hraunið magnað upp miklar álfasögur á svæðinu og má t.d. sjá álfaklett skaga út í götuna við Merkurgötu. Byggðasafn Hafnarfjarðar er skemmtilegt heim að sækja, en þar er fjallað um sögu og menningu staðarins og Hafnarfjarðarleikhúsið þykir eitt það besta á landinu enda býður það reglulega upp á spennandi sýningar við allra hæfi. Íþróttaáhugafólk getur skellt sér á völlinn að sjá FH eða Hauka í fótboltanum á sumrin eða handboltanum á veturna. Það er líka af nógu að taka fyrir útivistarfólkið, því auk þess að ganga um höfnina og miðbæjarsvæðið er gnótt af gönguleiðum austan við bæinn og þar má t.d. sérstaklega nefna Helgafellið sem veitir frábært útsýni yfir höfuðborgarsvæðið og út á Reykjanesið.

Hótel í Hafnarfirði

Það er af nógu að taka þegar kemur að gistingu í Hafnarfirði. Hægt er að finna gistingu á allt frá litlum 6 herbergja gistihúsum í miðbænum upp í stórt hótel með yfir 70 herbergjum, inniföldum morgunverði og ókeypis þráðlausu neti. Ekki má heldur gleyma Víkingahótelinu í hjarta bæjarins, en það er hluti af víkingaþorpinu sem byggst hefur upp í tengslum við Fjörukrána. Mörg hótelanna eru nálægt helstu stofnbrautum, þannig að auðvelt er að komast þangað sem hugurinn girnist, hvort sem það er miðbær Reykjavíkur, Keflavíkurflugvöllur eða eitthvað annað.

Hvar er gott að gista?

Hvar sem þú gistir í Hafnarfirði er í raun tiltölulega stutt að fara í flesta þjónustu og ekki flókið að finna almenningssamgöngur ef þörf er á því. Örlítil hótelþyrping er í Hraununum nálægt gatnamótum Reykjavíkurvegs og Reykjanesbrautar, sem gerir að verkum að stutt er að komast keyrandi í allar áttir, þótt nærumhverfið sé kannski ekki það mest spennandi á svæðinu. Meiri ró og friður frá umferðargötunum fæst hins vegar nær miðbæ Hafnarfjarðar, þar sem finna má nokkra góða gistimöguleika.

Fimm bestu hótelin í Hafnarfirði

Það er úr mörgu að velja þegar kemur að því að finna rétta gististaðinn í Hafnarfirði. Til að gefa þér örlitla hugmynd um hver gætu verið bestu hótelin á svæðinu þá er hér listi yfir þá fimm gististaði í Hafnarfirði sem hafa fengið hæstu einkunnina hjá gestum okkar:
  • Route 1 Guesthouse
  • Hótel Vellir
  • Vibrant Iceland Hostel
  • T10 Hotel Iceland
  • Reykjavík Road Hotel by Norðurey

Hvernig kemstu til Hafnarfjarðar?

Flestir eiga auðvelt með að komast til Hafnarfjarðar, hvaðan sem þeir koma. Þeir sem koma erlendis frá keyra Reykjanesbrautina frá Keflavíkurflugvelli, hvort sem það er með flugrútu, leigubíl eða bílaleigubíl, í átt að Reykjavík og keyra þá inn í bæinn eftir akstur um Reykjanesið. Þegar komið er með innanlandsflugi eða úr miðbænum er keyrt í gegnum Kópavog, en aksturinn ætti að taka um 15 mínútur. Ef komið er inn í borgina að norðan eða austan gildir það sama, einungis um 15 mínútur tekur að komast í Hafnarfjörðinn af Suðurlands- eða Vesturlandsvegi. Hvað almenningssamgöngur varðar ganga fjölmargar strætóleiðir í bæinn úr öllum nágrannabæjum.